fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
Fréttir

Birgir og Tyson drápu þvottabjörn á Reykjanesi í gær: Ekki vitað hvernig dýrið komst til landsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 21:10

Birgir Hauksson veiddi óvenjulegt dýr á Reykjanesi í gær en um var að ræða þvottabjörn sem hafðist við í holu skammt frá Höfnum. Birgir tjáði sig um hina óvenjulegu veiði í samtali við Rúv.

„Hann rakst á þetta hundurinn. Ég hélt bara að hann væri búinn að finna mink eins og hann gerir oft, en svo komu allt önnur hljóð úr holunni þegar ég fór að kanna málið.“

Segir Birgir að hundurinn Tyson og þvottabjörninn hafi tekist á en hann sjálfur svo gripið inn í. Ekki er vitað hvernig þvottabjörninn komst til landsins. Líklegast er að honum hafi verið smyglað eða dýrið gerst laumufarþegi. Stutt er síðan að DV rifjaði upp sögu Sædýrasafnins en í þeirri umfjöllun var greint frá því þegar þvottabjörn var drepinn í Lýsi og mjöli árið 1976.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur sagði í kvöldfréttum RÚV að þvottabjörninn sem var drepinn á Reykjanesi ekki vera hættulegan.

„Nei, þetta er rándýr og myndi verjast ef það væri á það sótt, en þetta eru frekar glaðlynd og góðleg rándýr,“ sagði Kristinn. Þvottabirnir eru alætur og geta virst illvígir séu þeir hræddir. Þeir eru þó í flestum tilvikum sárameinlausir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur

DV er komið út – Palli í Bæjarbíói, Ketóbók Gunnars Más, móðir Áslaugar glímir við framheilabilun, asískt þjófagengi og Gettu betur
Fréttir
Í gær

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

Telur að árið verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“

Helga Vala neitar að hafa stolið úr búð: „Þær eru orðnar svolítið margar verslanirnar sko“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað

Skattrannsóknarstjóra hótað og reynt að múta honum – Pólitískum afskiptum hótað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt

Maðurinn með ljáinn handtekinn í Breiðholti í nótt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?

Sævar segir sumar ljósaperur geta raskað svefni og jafnvel valdið krabbameini – Er svona pera heima hjá þér?