fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sjálfstæðismenn brjálaðir út í Braga vegna umfjöllunar um það sem hann sá á landsfundinum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á landsfundi Sjálfstæðismanna hefur margt borið á góma. Fluttar hafa verið fréttir af skoðun Bjarna Benediktssonar á krónunni, Landspítalanum og að Bjarni hafi verið kosinn formaður með yfirburðum og Þórdís Kolbrún Reykfjörð verður varaformaður svo fátt eitt sé nú nefnt. Sú umfjöllun um landsfundinn sem hefur þó vakið hvað mesta athygli er pistill eftir Braga Pál Sigurðarson sem birtist á Stundinni. Bragi Páll er fyrrverandi blaðamaður miðilsins. Bragi Páll var viðstaddur landsfund Sjálfstæðismanna 2015 og vakti umfjöllun hans þá talsverða athygli. Frásögn hans af fundinum nú slær þeirri umfjöllun þó við. Hefur frásögn Braga víða verið deilt á samfélagsmiðlum og vakið kátínu hjá hópi fólks en reitt marga Sjálfstæðismenn til reiði.

Bragi Páll uppnefnir Ásmund Friðriksson, Ásmund Svifryksson. Money með Pink Floyd er í græjunum og Porce jeppar fyrir utan. Segir Bragi að til sölu hafi verið kampavín og grillsvuntur með sjálfstæðisfálkanum. Það sem helst fer fyrir brjóstið á þeim sem gagnrýna skrif Braga eru skrif hans um tengsl Sjálfstæðisflokksins við dæmda barnaníðinga. Bragi Páll segir:

„Á rölti mínu í gegnum salinn rak ég augun í Benedikt Sveinsson, pabba Bjarna. Einhverra hluta vegna datt mér í hug að það eitt það sniðugasta sem þú getur gert sem barnaníðingur á Íslandi er líklega að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Þannig tryggir þú að ef upp kemst um ofbeldi þitt gagnvart börnum áttu meiri líkur á uppreistri æru. En bara hinir praktískustu pedófílar hafa látið sér detta þetta í hug. Þar sem ég sat þarna umkringdur fólki velti ég því ósjálfrátt fyrir mér hversu hátt hlutfall landsfundargesta í hringum mig væru barnaníðingar. Fékk smá hroll. Sá nokkra gesti sem höfðu tekið börnin sín með sér. Hugrakkir eða kærulausir?“

Á öðrum stað segir Bragi:

„Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“. […] Þarna sat ég og hlustaði á Bjarna úthúða flokkunum sem höfðu verið með honum í ríkisstjórn en riftu stjórnarsamstarfinu. Flokkar sem afsöluðu sér völdum eftir að ljóstrað var upp um að Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig verið í samstarfi við barnaníðinga um allt land um að hreinsa mannorð þeirra.“

Einn af þeim sem hefur tjáð sig um skrifin er Tryggvi Þór Herbertsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem birtir brot úr pistli Braga og er ekki skemmt. Einn af þeim sem fær fyrir ferðina er Jón Kristinn Snæhólm fyrrverandi talsmaður Sunnu Elvíru sem slasaðist á Spáni. Jón Kristinn er afar ósáttur við frásögn Braga og segir á Facebook-síðu Tryggva Þórs:

„Verð að viðurkenna skilningsleysi mitt á svona skrifum. Vona að þessi ágæti blaðamaður hafi eitthvað jákvætt að horfa til í dag og líði betur í sál sinni,“ segir Jón Kristinn og bætir við á öðrum stað að skrifin séu fyrir neðan allar hellur. Fjörugar umræður hafa átt sér stað í kommentakerfinu og er Braga hrósað þar af flestum fyrir skrifin. Þá hefur pistillinn vakið sérstaka gleði hjá fólki á vinstri vængnum og farið víða á samfélagsmiðlum. Gleðin er hins vegar öllu minni hjá Sjálfstæðismönnum sem eru eins og áður segir margir afar ósáttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar