fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FréttirLeiðari

Ofbeldismennirnir og kerfið sem styður þá

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 9. mars 2018 18:47

Sviðsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðin 30 ár hafa tíu konur verið myrtar af mökum eða elskhugum. Þetta kemur fram í DV í dag þar sem fjallað er um ofbeldi og kvenmorð á Íslandi. DV hafði til hliðsjónar rannsókn Bjarndísar Hrannar Hönnudóttur en hún telur ljóst að úrræði vantar fyrir konur í ofbeldisfullum samböndum. Í DV í dag er einnig að finna viðtal við Hildi Þorsteinsdóttur sem tjáir sig um ofbeldi sem hún kveðst hafa sætt í fjölda ára.

Frásögn Hildar varpar ljósi á meingallað kerfi sem heldur áfram að beita konur ofbeldi eftir að þeim hefur með átaki loks tekist að brjótast út úr skelfilegum aðstæðum. Þrátt fyrir að hafa slitið sambandi sínu fyrir rúmum þremur árum er enn ekki búið að skipta eignum Hildar og Magnúsar Jónssonar. Skiptastjóri úthlutaði einnig Magnúsi félögum sem í voru miklir fjármunir í stað þess að frysta þá. Hefur það valdið ómældu tjóni.

Hefur Magnúsi því tekist með aðstoð lögfræðinga að tefja málið nánast út í hið óendanlega. Í raun er um mannréttindabrot að ræða sem svifaseint kerfi tekur þátt í. Hildur fékk neyðarhnapp en ekki nálgunarbann! Hún er heppin að því leyti að hún á gott fólk að sem stendur vel fjárhagslega. Án þeirra hefði sambýlismaðurinn fyrrverandi gengið glaðhlakkalegur í burtu með meirihluta eigna þeirra.

Hildur lifði af til að segja sína sögu og er enn að byggja sig upp. Ekki eru allar konur svo heppnar. Eins og segir í ritgerð Bjarndísar þá er kvenmorð grófasta mynd ofbeldis gegn konum. Konur búa við ótal mismunandi gerðir af samfelldu ofbeldi, hvort sem er innan fjölskyldunnar, í samfélaginu, eða af hálfu hins opinbera. Konur eru ekki myrtar skyndilega og að ástæðulausu, heldur er morðið yfirleitt endalok lengri atburðarásar sem einkennst hefur af miklu ofbeldi.

Það eru ekki aðeins konur sem þjást í ofbeldissamböndum. Í hverri einustu viku verða fimm til sex börn vitni að því þegar foreldrar beita hvort annað ofbeldi. Um 40 prósent þeirra þurfa á áfallameðferð að halda. Það eru tvö til þrjú börn í viku sem þurfa áfallahjálp vegna þess að þau sjá mömmu sína eða pabba sæta ofbeldi. Ég hef sjálfur orðið vitni að heimilisofbeldi og sá ýmislegt sem ekkert barn á að verða vitni að og var á endanum tekinn af heimilinu. Mín minning er ömurlegasta minning æsku minnar og það á enginn skilið að drattast með slíkar minningar í gegnum lífið.

Í dag tek ég hatt minn ofan fyrir Hildi fyrir að segja sína sögu og um leið fagna ég því að í gær stigu konur fram til að greina frá ofbeldi í nánum samböndum með herferðinni #Aldreiaftur.

Það er óskandi að þær konur hafi hátt og rödd þeirra berist sem víðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“