fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Marta Guðjónsdóttir titluð kennari á vef Sjálfstæðisflokksins: „Einhver misskilningur í gangi“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 8. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins var titillinn kennari fjarlægður við nafn Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, sem situr í fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Marta hefur starfað sem kennari en er ekki kennaramenntuð. Hún segir að um mistök sé að ræða.

Ekki með kennarapróf

„Ég er búin að tala við Valhöll og það var einhver misskilningur í gangi. Einhver hélt að ég væri kennari en ég er það náttúrulega ekki“ segir Marta við DV. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og stundaði nám í bókmenntafræði og stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við margt í gegnum tíðina, svo sem útvarps og sjónvarpsþáttagerð. Þá hefur hún kennt í ýmsum grunnskólum, svo sem Hagaskóla, Landakotsskóla og Tjarnarskóla.

Heitið grunnskólakennari er lögvarið starfsheiti og fólk sem ber þann titil verður að hafa lokið fimm ára mastersnámi og fá leyfisbréf frá Menntamálastofnun. Heitið kennari er hins vegar ekki lögvarið heiti en ekki má nota það innan grunnskólanna án þess að fá leyfisbréf. Guðbjörg Ragnarsdóttir varaformaður Félags grunnskólakennara segir það brot á lögum að nota starfsheitið í grunnskólum án þess að hafa leyfisbréf. „Við lítum það auðvitað alvarlegum augum.“

Titillinn kennari hefur nú verið fjarlægður
Af vef Sjálfstæðisflokksins Titillinn kennari hefur nú verið fjarlægður

„Eitthvað gamalt“

Menntamál hafa verið nokkuð í deiglunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sér í lagi vegna lélegs árangurs Íslendinga í PISA könnunum á undanförnum árum. Framsóknarflokkurinn leggur sérstaka áherslu á þessi mál og oddviti þeirra, Ingvar Jónsson flugmaður, sagði í Silfri Egils þann 4. mars: „Ef ég myndi segja við ykkur í flugi að í dag yrði ófaglærður flugmaður við stýrið? Við myndum aldrei sætta okkur við þetta.“

Marta segir: „Ég var kennari áður en ég fór í borgarpólitíkina og hef ekki verið að nota þennan titil. Þetta er eitthvað gamalt. Ég byrjaði að kenna áður en að lögvernd á starfinu hófst og þá notaði ég þennan titil eins og aðrir. Ég byrjaði að kenna árið 1984 og hef síðan starfaði við margt annað.“ Marta starfaði síðast við kennslu árið 2010. Hún var einnig titluð sem kennari á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2014.

Annað mál listans

Mál af svipuðum toga kom upp 26. janúar síðastliðinn þegar DV spurði Eyþór Arnalds, síðar oddvita listans, um menntun hans í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Á Facebook síðu Eyþórs og í kynningu á honum á vef Sjálfstæðisflokksins var það sett fram á áberandi hátt að hann hafi verið í framhaldsnámi frá hinum virta skóla.
Staðreyndin er hins vegar að hann hefur einungis lokið stuttu námskeiði við stjórnunarskóla Harvard, undir sjö vikum.

Þegar DV leitaði til viðskiptadeildar Harvard kannaðist enginn þar á bæ við að neinn Eyþór eða Arnalds hafi útskrifast. Eyþór brást hins vegar illa við spurningum DV. „Hver er spurningn? Hvort ég hafi verið í Harvard? Það liggur fyrir. Það er staðreynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu