fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að hlaupa undan lögreglu en gleymdi einu mjög mikilvægu | Sjáðu myndbandið

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Virginíu í Bandaríkjunum varð að aðhlátursefni á netmiðlum eftir að lögregla birti myndband af óheppilegu atviki sem varð á dögunum.

Þannig er mál með vexti að manninum, hinum þrítuga Isaac Bonsu, var gert að stöðva bifreið sína af lögreglu fyrir skemmstu. Isaac vissi sem var að hann væri í vondum málum, enda var hann undir áhrifum fíkniefna og auk þess með marijúana í fórum sínum. Reyndi hann því það sem fáum tekst; að hlaupa undan lögreglu.

Þegar Isaac áttaði sig á því að öll sund væru lokuð ákvað hann að fara út úr bílnum og reyna að flýja á tveimur jafnfljótum. Eðli málsins samkvæmt var hann á hraðferð, svo mikilli hraðferð að hann gleymdi að setja bifreið sína í það kallað er „park“ – á slæmri íslensku.

Isaac áttaði sig ekki á þessu og þegar hann hljóp fram fyrir bílinn varð hann fyrir honum. Eftirleikurinn fyrir lögreglu var auðveldur og var hann handtekinn andartaki síðar. Sem betur fer varð Isaac ekki meint af byltunni og var hann fluttur, óslasaður, á lögreglustöð.

Hann á þó yfir höfði sér ákæru fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að reyna að flýja undan laganna vörðum.

https://platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat