fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Bjórkvöldsauglýsing hestamannafélags sögð hlutgerva dýr: „Andstyggilegt að klæða dýr í hlægileg föt“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 7. mars 2018 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsamband Íslands setur spurningamerki við nýlega auglýsingu Hestamannafélagsins Sörla þar sem félagsmenn eru hvattir til að mæta á bjórkvöld. Á meðfylgjandi mynd sem sjá tvo hesta svolgra í sig öl af mikilli áfergju. Telur Hallgerður að myndin sem fylgir auglýsingunni hlutgervi dýr.

Í gærdag birtist auglýsing inni á opnum facebookhópi fyrir Félagsmenn Sörla þar sem vakin er athygli á fyrirhuguðu bjórkvöld félagsmanna.

Umræður um málið mynduðust í kjölfarið inni á facebookhópnum Stöndum vörð um ný dýravelferðarlög en umræddur hópur var stofnaður í aðdraganda þess að ný lög um velferð dýra lágu fyrir Alþingi.

Rúmlega 1.100 manns eru meðlimir í hópnum en í lýsingu á facebooksíðunni segir að mikilvægt sé standa vörð um lögin, fylgja því eftir að farið verði eftir þeim og berjast fyrir umbótum ef þess gerist þörf. Einnig þurfi að gera kröfur um að reglugerðir um aðbúnað dýra séu sem bestar úr garði gerðar.

Hér má sjá umrædda auglýsingu Hestamannafélagsins Sörla en hún fær misjafnar undirtektir.
Hér má sjá umrædda auglýsingu Hestamannafélagsins Sörla en hún fær misjafnar undirtektir.

Þá segir í upprunalegri lýsingu á facebooksíðu hópsins:

„Dýraverndarsamband Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Samtök lífrænna neytenda, Velbú, Slow Food og fleiri aðilar sem er annt um velferð dýra, hafa miklar áhyggjur af breytingum sem gerðar voru í meðförum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á tillögum nefndar sem ritaði frumvarp til nýrra laga um dýravelferð og ráðherra kynnti fyrir þingflokkum stjórnarflokkanna í vor. Frumvarpið liggur nú fyrir þinginu og það er mjög mikilvægt að dýravinir beiti sér af öllum krafti til að tryggja ný og öflug dýravelferðarlög á Íslandi!“

Í þræði facebookshópsins Stöndum vörð um ný dýravelferðarlög birtir Hallgerður myndina og spyr: „Hvað finnst ykkur um svona notkun á dýrum? Ég er að meina hlutgervingu þeirra ,,notkun“ á þeim sem smættar þau og tekur þau úr samhengi við náttúrulegt umhverfi sitt“

Í athugasemdum undir færslunni er taka aðrir meðlimir undir þessa fullyrðingu og er uppátækið meðal annars kallað „ömurlegt“, „lágkúrulegt“ og „arfaslakt.“ Þá ritar einn meðlimur: „Andstyggileg, líka að klæða dýr í hlægileg föt og setja slaufur í feld þeirra.. Sum dýr þurfa vissulega klæðnað í kulda, en þá þarf það að vera hlýr klæðnaður, sem ekki misbýður virðingu þeirra.“ Þá ritar annar meðlimur : „Þetta dæmir sig sjálft, arfavitlaust og lágkúrulegt“. Ein kona segir að hún yrði miður sín ef mynd af henni í þessum aðstæðum yrði birt á netinu. Önnur birtir mynd af hundi í sokkabuxum, að svo virðist í léttúð, og því svarar Hallgerður: „Hundar sem eru misnotaðir kynferðislega eru oft klæddir í svona föt.“

Segir Hallgerður að hér sé á ferð merkingarbær notkun á dýrum og spyr einnig hvort að óviðeigandi myndir af börnum í óviðeigandi stöðu hefðu engin áhrif út í samfélagið á það hvernig við skoðum börn. „Myndu ekki skipta neinu máli? Né hefði myndrænt virðingarleysi í garð barna áhrif á það hvernig við skoðum eða förum með börn. Þetta eru hliðstæð dæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“