fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Alfreð Clausen ákærður fyrir kynferðislega áreitni í flugvél

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Örn Clausen, sem var eftirlýstur af Interpol árið 2015 vegna meintrar svikamyllu í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir kynferðisbrot og brot á loftferðalögum.

Þetta kemur fram í svörum frá embættinu en ákæra á hendur honum fæst ekki afhent þar sem þingfesting hefur ekki farið fram og því óljóst hvort þinghald verið opið. Af svörum saksóknara að dæma má telja líklegt að þinghald verði lokað. Ekki fást meiri upplýsingar um málið utan þess Alfreð hafi verið ákærður vegna kynferðisbrots og loftferðalagabrots.

Samkvæmt heimildum DV snýst meint kynferðisbrot um kynferðislega áreitni um borð í flugvél þar sem Alfreð er sakaður um að hagað sér dólgslega. Slík brot heyra undir kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga, en tekið skal fram að refsiramminn fyrir kynferðislega áreitni er allt að tveimur árum.

Dólgsháttur í flugvél flokkast sem brot á loftferðalögum en Alfreð var síðla árs árið 2014 handtekinn við komu sína til landsins frá Toronto í Kanada vegna óláta í flugvél Icelandair. Alfreð var sagður áberandi ölvaður og dónalegur allt frá flugtaki vélarinnar í Toronto. Hann var sagður hafa hótað áhafnameðlimi í fluginu og að lokum sá áhöfnin sér ekki annað fært en að yfirbuga hann og óla niður í sætið. Ekki er ljóst hvort Alfreð sé nú ákærður fyrir það atvik en árið 2014 var sagt að hann yrði kærður vegna málsins. Ekki er ljóst hvort kynferðisbrotið sem Alfreð er sakaður um tengist þeirri uppákomu eða öðru atviki.

Það vakti mikla athygli þegar Alfreð var eftirlýstur af Interpol fyrir nærri þremur árum. Hann var þá grunaður um milljarðasvindl í Bandaríkjunum. Alfreð lýsti yfir sakleysi og var aldrei framseldur til Bandaríkjanna. Yfirvöld þar grunuðu hann um að hafa tekið þátt í að svíkja út 44 milljónir dollara í tengslum við lánastarfsemi. Saksóknari vestanhafs lýsti eftir honum á Facebook fyrir nær sléttu ári og var þar fullyrt að Alfreð væri á flótta.

RÚV greindi frá því í fyrra bandarísk stjórnvöld hafa ekki gert neina tilraun til að fá hann framseldan þar sem engir framsalssamningar eru í gildi milli landanna.

Mál Héraðssaksóknara gegn Alfreð verður þingfest 9. mars næstkomandi við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus