Fréttir

Hvað segið þið um að prófa raunhæfari samanburð?

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 19. janúar 2018 13:01

Ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar bera sig saman við milljónaþjóðir.

Í alls konar ólíkum samfélagsmálum gerum við samanburð við Bandaríkin, Norðurlönd, Þýskaland og Bretland sem er í raun hálfgerð firra.

Vissulega eru þetta Vesturlönd en af hverju berum við okkur saman við þjóðir, þar sem er ekki bara svakalegur mannfjöldi miðað við okkar litlu eyju, heldur allt öðruvísi þróunarsaga.

Staðreyndin er sú að bakgrunnur okkar Íslendinga er miklu frumstæðari en þessara stórþjóða. Meðan Danir og Bretar byggðu sér alvöru hús úr múrsteinum, timbri og kopar þá stöfluðum við upp torfi og grjóti til að ná smá skjóli fyrir veðri og vindum. Grannar okkar á Grænlandi byggðu snjóhús en suður í Afríku notuðu menn sterkbyggð strá.

Svo höfum við alltaf talað mjög dularfullt en dásamlegt tungumál sem engin á auðvelt með að skilja nema þau sem hafa fæðst hérna – sem framkallaði eiginlega tvöfalda menningarlega einangrun.

Undanfarið hefur mikið verið talað um borgarlínu til að koma fólki á milli staða. Einnig er rætt um fjölgun reiðhjólastíga og fleiri leiða til úrbóta í almenningssamgöngum. Að mínu mati er þetta löngu tímabært enda fjölgar fólki hratt og farartækjum þess með.

Borg eða land?

Um daginn heyrði ég minnst á Þrándheim í Noregi sem raunhæft viðmið hvað varðar borgarsamgöngur og þótti það skynsamlegur samanburður. Þar eru veður válynd eins og hér á skeri og svo liggur bærinn eiginlega alveg á sömu breiddargráðu og Reykjavík. Þar búa einnig rétt um 200 þúsund manns, alveg eins og í höfuðstaðnum okkar.

Legg ég á, og mæli um, að héðan í frá skulum við líta til Þrándheims þegar kemur að úrbótum hvað varðar almenningssamgöngur í borginni og hætta alveg að spá í London, París og New York.

Þegar okkur langar hins vegar að gera samanburð við aðrar þjóðir, þá er eflaust raunhæfara að líta til landa þar sem búa um 300.000 manns, eins og hér.

Til dæmis Möltu, Lúxemborgar, Kýpur, Maldíveyja, Bahamaeyja og Barbados – sem eru reyndar allt aflönd.

En það er önnur saga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sigurður ósáttur: Dæmi um að nágrannar hafi slegist – „Skeggöld og skálmöld í húsum“

Sigurður ósáttur: Dæmi um að nágrannar hafi slegist – „Skeggöld og skálmöld í húsum“
Fréttir
Í gær

Akstur gegn einstefnu var upphafið að frekari vandræðum ökumanns

Akstur gegn einstefnu var upphafið að frekari vandræðum ökumanns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Halldóra rifjar upp erfiða lífsreynslu: „Þetta var leyndarmál sem ég átti mjög lengi ein“

Halldóra rifjar upp erfiða lífsreynslu: „Þetta var leyndarmál sem ég átti mjög lengi ein“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þýskur banki sagður ætla að hefja starfsemi hér á landi á næstu vikum

Þýskur banki sagður ætla að hefja starfsemi hér á landi á næstu vikum