fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Trump hótar Norður-Kóreu kjarnorkustríði – „Hnappurinn minn er miklu stærri en þinn“ – Samræður Kóreuríkjanna nú í morgunsárið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 06:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gaf sér tíma til að birta færslu á Twitter í nótt þar sem hann hefur í hótunum við Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, og svarar áramótaávarpi hans. Jong-un sagði í árámótaávarpi sínu að hann væri með stjórntakka kjarnorkuvopna Norður-Kóreu á skrifborði sínu og væri reiðubúinn til að nota kjarnorkuvopn ef ráðist verði á Norður-Kóreu.

Í Twitter færslu skrifaði Trump að Kim Jong-un hafi sagt að kjarnorkuhnappurinn sé alltaf á skrifborðinu hans.

„Getur einhver úr fámennri og sveltri einræðisstjórn hans segja honum að ég er líka með kjarnorkuhnapp en hann er miklu stærri og öflugri en hnappurinn hans og minn Hnappur virkar!“

Skömmu áður en Trump birti þessa færslu hafði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, varað stjórnvöld í Norður-Kóreu við að halda áfram með eldflaugatilraunir sínar. Hún sagði að upplýsingar hefðu borist um að Norður-Kórea væri að undirbúa enn eitt eldflaugaskotið. Ef það gerist verði að herða aðgerðirnar gegn einræðisstjórninni enn frekar.

Í nýársávarpi sínu sagði Kim Jong-un að hann væri opinn fyrir viðræðum og væri að íhuga að senda íþróttafólk til þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í næsta mánuði. Haley sagði að bandarísk stjórnvöld muni ekki taka viðræður Kóreuríkjanna alvarlega ef Norður-Kórea hættir ekki kjarnorkuvopnabrölti sínu.

Í nótt bárust þær fregnir að Kim Jong-un hefði ákveðið að samskiptalína við Suður-Kóreu verði opnuð í dag klukkan 6.30 að íslenskum tíma. Samskiptalínan verður opnuð til að ríkin geti rætt saman um að hefja viðræður. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lýst yfir vilja til að hefja viðræður við Norður-Kóreu í næstu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work