fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Völva DV fyrir árið 2018: Nýr varaformaður Sjálfstæðisflokks og brottfall hjá VG

Áramótaspá

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. janúar 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður heldur á fund spákonunnar sem reyndist svo sannspá á síðasta ári. Hún býr í litlu grænmáluðu húsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hún kemur til dyra og heilsar hlýlega og býður blaðamanni til stofu. Sem fyrr er kristalskúlan góða á stofuborðinu. Það er vistlegt og jólalegt hjá völvunni sem segir blaðamanni að hún sé mikið jólabarn og hafi alltaf verið. Hún býr ein en eiginmaður hennar lést fyrir einhverjum árum. Aðspurð segist hún halda jólin hátíðleg á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kópavogi. Blaðamaður fær sér sæti í IKEA-sófanum og völvan sest andspænis honum. Eins og á síðasta ári vekja augu völvunnar sérstaka athygli blaðamanns, þau eru ekki bara góðleg, það er hreinlega eins og þau sjái í gegnum holt og hæðir

Brottfall hjá VG

Seint á árinu munu tveir þingmenn, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, yfirgefa VG og verða óháðir þingmenn. Brotthvarfið mun ekki tengjast sérstaklega neinu því sem upp á kemur á þeim tíma heldur telja þingmennirnir sér orðið óvært innan VG vegna persónulegrar óvildar í þeirra garð.

Steingrímur J. Sigfússon mun koma mönnum á óvart með því að reynast mannasættir hinn mesti sem forseti þingsins og mun hafa alveg sérstakt lag á að róa órólega þingmenn Pírata.

Nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins

Innan Sjálfstæðisflokksins munu menn eiga í erfiðleikum vegna þess hversu mjög ýmsir þingmenn verða tilbúnir að lýsa skoðunum sínum á óvinsælum málum. Þar verða mest áberandi þeir Pál Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Brynjar Níelsson. Jón Gunnarsson mun reynast stjórninni erfiður, á tíðum ígildi stjórnarandstöðuþingmanns. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir verður nýr varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður áfram ritari flokksins.

Engin breyting hjá Framsókn

Það verða ekki breytingar á forystu Framsóknarflokksins á árinu. Sigurður Ingi Jóhannsson verður áfram formaður og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður. Framsóknarmönnum mun bætast einn þingmaður á árinu þegar Anna Kolbrún Árnadóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, gengur úr Miðflokknum og fer yfir í Framsókn. Það gerir að verkum að stjórnin styrkist aðeins eftir að hafa misst tvo þingmenn Vinstri grænna úr liði sínu.

Lítill sýnileiki Sigmundar Davíðs

Tekið verður eftir litlum sýnileika Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Bæði verður lítill sýnileiki í þingsölum og embættisstörfum hans og hann mun lítið sjást opinberlega. Þingmenn munu ergja sig á fjarveru hans og hjá hluta stjórnarandstöðunnar gætir pirrings vegna þess að hann verður ekki til staðar til að veita lið í þungum málum. Aðrir þingmenn Miðflokksins munu einnig vera tiltölulega ófyrirsjáanlegir og jafnvel hallast á sveif með ríkisstjórninni í ýmsum málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala