fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fíkniefnaframleiðsla stöðvuð í Breiðholti

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. september 2017 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og nótt og fangageymslurnar í Hverfisgötu voru fullsetnar.

Klukkan hálf tvö var minniháttar fíkniefnaframleiðsla í Breiðholti stöðvuð. Þar fundust þrjár fullvaxta plöntur, efni og búnaður. Málið var afgreitt á staðnum

Klukkan hálf fjögur var tilkynnt um líkamsárás í vesturbæ Reykjavíkur og einn aðili var fluttur á slysadeild með áverka á höfði. Lögregla telur sig vita hver veitti honum áverkana.

Klukkan hálf fimm hafði lögregla afskipti af ofurölvi pilt fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Hann var ósjálfbjarga og var færður í fangamóttöku. Á honum fundust fíkniefni og sökum ástands var hann færður í fangageymslu.

Rétt fyrir klukkan fimm í nótt brutust út slagsmál í miðbænum. Karlmaður neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og var handtekinn í kjölfarið. Hann dvelur nú í fangageymslu og verður yfirheyrður í dag.

Margir stútar teknir

Laust fyrir miðnætti var ökumaður stöðvaður í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði/Garðabæ. Hann var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og í bílnum fundust neysluáhöld. Honum var sleppt að lokinni blóðtöku.

Klukkan tæplega hálf þrjú var bifreið stöðvuð í umdæmi lögreglustöðvar númer 4 (Mosfellsbær/Grafarvogur/Árbær). Mikil kannabislykt fannst í bílnum og farþegi bifreiðarinnar framvísaði efnunum. Ökumaðurinn var ekki undir áhrifum.

11 aðrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um annað hvort ölvun eða fíkniefnaneyslu undir stýri. Þar að auki var einn tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann keyrði á 113 km/klst hraða þar sem hámarkshraðinn var 60. Bifreiðin reyndist auk þess ótryggð og voru skráningarnúmerin tekin af henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala