Mosfellsbær vill tvo hana feiga: „ Þetta hefur því valdið okkur margs konar tjóni og það sér ekki fyrir endann á því"

Málið fer senn fyrir hæstarétt - „Valdníðsla,“ segja eigendur

Einar Bogi og Kristján Ingi við glæsilegt hænsnahúsið að Suður-Reykjum 3 í Mosfellsbæ. Þeir hafa átt í áralöngu stríði við Mosfellsbæ sem hefur tekið sinn toll.
Fjaðrafok Einar Bogi og Kristján Ingi við glæsilegt hænsnahúsið að Suður-Reykjum 3 í Mosfellsbæ. Þeir hafa átt í áralöngu stríði við Mosfellsbæ sem hefur tekið sinn toll.
Mynd: Brynja

Hjónin Kristján Ingi Jónsson og Einar Bogi Sigurðsson hafa í rúm fimm ár staðið í deilum við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ út af gali í tveimur hönum sem þeir halda á heimili sínu ásamt tólf hænum. Málið var tekið fyrir á héraðsdómstigi á dögunum en yfirvöld fara fram á að leitað verði að hönunum á heimili Kristjáns og Einars og finnist þeir verði þeim fargað. ­Héraðsdómur ­vísaði málinu frá í gær, fimmtudag, en lögreglan hyggst halda málinu til streitu og verður því áfrýjað til Hæstaréttar. Heimili hjónanna, Suður-Reykir 3, hefur ­verið lögbýli í rúma sjö áratugi en að sögn Kristjáns breyttu bæjaryfirvöld því í skjóli nætur. Mosfellsbær heldur því nú fram að heimili þeirra heiti Reykjahvoll 5 og sé hluti af þéttbýli, en þar með væri hanahaldið óleyfilegt. „Við höfum engar upplýsingar um hvenær þetta var gert. Sem lögbýli þá erum við í fullum rétti til þess að halda þau dýr sem við viljum. Bærinn skilgreinir okkur núna sem hluta af þéttbýli og byggir þessa fráleitu kröfu sína á því. Reykjahvoll 5 er hins vegar ekki til, við búum að Suður-Reykjum 3. Það er forkastanlegt að valtað sé yfir fólk og söguna með þessum hætti,“ segir Kristján.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.