fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Lögregla leitar að tveimur mönnum sem flúðu eftir sprengingu í Skipholti

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. september 2017 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá varð sprenging á 11. tímanum í dag í bílskúr við fjölbýlishúsið Skipholt 45. Tilkynnt var að þrír hefðu slasast í sprengingunni og miklum eldsvoða sem hófst í kjölfarið.

Nú hefur fengist staðfest að gaskútur í tjaldvagni sem staðsettur var í bílskúrnum hafi valdið sprengingunni

Varðstjóri hjá Slökkviliðinu staðfestir að einn maður hafi verið færður á slysadeild. Einnig að tveir aðrir menn hafi hlaupið af vettvangi áður en lögregla og slökkvilið kom á svæðið. Lögreglan reynir nú að hafa uppi á mönnum tveimur og hvetur þá til að gefa sig fram. Ekki er vitað hvort mennirnir séu íslenskir eða erlendir en þeir eru sennilega um þrítugt. Talið er að mennirnir hafi slasast í sprengingunni en ekki er vitað hversu alvarlega.

Vísir greinir frá því að bílskúrinn hafi verið innréttaður sem heimili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf