Veist þú hversu margir óviðkomandi fylgjast með þér á Facebook? Svona getur þú séð það og lokað á þá

Facebook ber höfuð og herðar yfir aðra samfélagsmiðla og stór hluti mannkyns notar þennan vinsæla samfélagsmiðil. En ýmsar skuggahliðar fylgja Facebook og má þar nefna að óprúttnir aðilar stunda fjársvik og önnur afbrot með aðstoð miðilsins, vafasamt myndefni og ýmislegt annað miður gott fer fram á miðlinum. Einn af þeim möguleikum sem Facebook býður notendum sínum upp á er að þeir geta fylgst sérstaklega með ákveðnum notendum.

Það kemur kannski ekki að sök ef sá sem fylgist sérstaklega með öðrum notanda þekkir viðkomandi og er á vinalistanum en hvað finnst þér um að ókunnugt fólk sé að fylgjast með því sem þú gerir á Facebook og hafi hakað við möguleikann að fylgjast með þér?

Það er hægt að sjá hverjir hafa gert þetta með því að fara inn í stillingar og síðan á vinstri spássíu þar sem stendur „útilokanir“. Í svæðið „útiloka notendur“ er síðan hægt að skrifa „Following me“ og síðan ýta á hnappinn „loka á“. Þá birtist listi yfir þá einstaklinga sem hafa ákveðið að fylgjast svona vel með þér á Facebook og eru ekki í vinahópi þínum á samfélagsmiðlinum góða.

Nú ef þér líst ekki á að þetta fólk fylgist svona vel með þér þá getur þú einfaldlega lokað á það og þar með ertu laus við að þetta ókunnuga fólk sé að fylgjast með þér og hinu opinbera lífi þínu á Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.