Stefán tekinn ölvaður undir stýri

Mynd: EPA

Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sem leikur handknattleik með ungverska liðinu Pick Szeged var tekinn ölvaður undir stýri á Eyrarbakkavegi á Suðurlandi þann 16. júlí. Mældist 1,6 prómil í blóði hans. Vísir greinir frá þessu.

Málið verður tekið fyrir þann 26. október næstkomandi. Er krafist að Stefán verði dæmdur til refsingar og verði sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.