Patrekur er 17 ára og er að lenda í upplognu hefndarklámi: 12 ára barn séð myndina - „Það eru allir að tala um þetta“

Patrekur Jaime hefur þurft að verja meira og minna síðustu sólarhringum í að bera af sér sakir um að nektarmyndir sem séu nú í dreifingu séu af honum. Patrekur er meðal vinsælustu snöppurum landsins og er með tugi þúsunda fylgjendur. Patrekur vakti talsverða athygli á hinseginleikasnappinu en hann er sautján ára og samkynhneigður.

Hann segist hafa fengið óteljandi skilaboð síðustu daga vegna málsins. Í samtali við DV segir Patrekur að nú séu í dreifingu á Snapchat og lokuðum Facebook-hópum mynd af tveimur karlmönnum að stunda kynlíf og því fylgi sögunni að annar þeirra sé Patrekur. Hann segir þetta alrangt enda sjáist að myndin hafi verið tekin árið 2015, en þá var hann fimmtán ára.

Snapchat stjarnan Patrekur Jaime spennir bogann hátt inn í framtíðina

Gerst í tvígang

Það er ekki úr vegi að segja að Patrekur hafi lent í upplognu hefndarklámi og er það ekki í fyrsta skiptið. „Fyrir svona tveimur vikum þá fór þetta myndband að dreifast, sem var af tveimur strákum að sofa saman, og það fór einhver að segja að einn af þeim strákum væri ég. Það er auðvitað kjaftæði og lygi. Ég veit alveg hvaða gaur þetta er, sem er í þessu vídeó. Þetta er frekar gamalt vídeó og alveg langt síðan ég sá það. Ég talaði um þetta þá á mínum samfélagsmiðlum að þetta væri ekki ég. Fólk trúði því og það var búið,“ segir Patrekur.

Svo reynist hins vegar ekki vera raunin. „Í gær sendi besta vinkona mín um tíuleytið að núna væri að dreifast einhver mynd af tveimur strákum, og það átti líka að vera ég. Ég ræddi það á mínu samfélagsmiðlum og bjóst ekki við því að það yrði eitthvað stærra en myndbandið seinast. Þá kom þetta og fór strax. Þessi mynd fór hins vegar á allt og alla, allir fóru að dreifa þessu og segja að þetta væri ég. Þetta sprakk einfaldlega og ég fékk yfir þúsund fylgjendur á Snapchat. Það héldu allir að þetta væri ég, Það eru allir að tala um þetta og allt brjálað.“

Tólf ára barn séð myndina

„Það eru allir að tala um þetta og allt brjálað“

Hann segir að það sé mjög óþægilegt að lenda í slíkum slúður og lygasögum. Enginn fótur sé fyrir þeim.

„Ég hef líka áhyggjur yfir því að það sé verið að eyðileggja fyrir mínum samfélagsmiðlaverkefnum sem ég hef verið að byggja upp.“ Hann telur ekki að rót þessa lygasaga séu fordómar heldur fremur afbrýðisemi.

„Nei, ég held frekar að þetta tengist því að mer gengur vel i því sem ég er að gera og hef það betra en flestir a mínum aldri,“ segir Patrekur.

Líkt og fyrr segir þá veit Patrekur hver er á fyrrnefndu myndbandi. Hann telur það ekki vera hefndarklám þar sem myndbandið hafi verið tekið upp með leyfi beggja aðila. Hann veit þó ekki hvernig það fór í umferð. Sá maður hafi boðið honum að nafngreina sig á Snapchat en Patrekur vill ekki gera það.

„Ég er nú búinn að sanna að það myndband sé ekki af mér en fólk er enn þá að reyna að sannfæra sig um að myndbandið sé af mér. Það sést langar leiðir að svo er ekki, strákarnir eru skjannahvítir og miklu feitari en ég. Það var einhver mamma sem talaði við mig í gær og sagði mér að 12 ára sonur sinn væri kominn með myndina,“ segir Patrekur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.