fbpx
Fréttir

Gunnar Bragi: Flóttabörn ekki mikilvægari en sauðfjárbændur

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 16:06

„Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni VG að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. Ég held hann hafi sagt það. Það er mikilvægt mál en það er jafn mikilvægt og að koma til móts við og bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“

Þetta sagði Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í umræðum á Alþingi í dag. Verið var að ræða uppreist æru og sagðist Gunnar Bragi ekki skilja að eitt mikilvægasta hagsmunamálið væri ekki á dagskrá þingsins, fyrrnefndir sauðfjárbændur og hagsmunir þeirra.

Gunnar sagði í ræðu sinni að nú myndu einhverjir þingmenn ranghvolfa augunum. Hann kvaðst þó vilja vita hverjir hefðu staðið í vegi fyrir því að málið yrði leyst, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrir skemmstu aðgerðir til stuðnings sauðfjárbændum. Þegar ríkisstjórnin sprakk á dögunum og samkomulag náðist um þinglok varð ljóst að ekkert yrði af þessum aðgerðum.

Gunnar ítrekaði það að fjölskyldur, framtíð og atvinna sauðfjárbænda væru ekki mikilvægari en þau mál sem væru á dagskrá þingsins. Í umfjöllun RÚV í dag kemur fram að frumvarp um breytingar á útlendingalöggjöfinni verði tekið til umræðu þegar fyrstu umræðu um uppreist æru lýkur. Sagði lögfræðingur Rauða krossins, Guðríður Lára Þrastardóttir, í hádegisfréttum RÚV að frumvarpið, yrði það að lögum, myndi hjálpa fleirum en stúlkunum Hanyie og Mary og fjölskyldum þeirra. Mál þeirra hafa verið áberandi í umræðunni undanfarnar vikur.

„Þetta gefur ákveðnum hópi möguleika á að fá dvöl af mannúðarástæðum og öðrum hópi, sem hefur átt að senda úr landi á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, möguleika á að fá efnislega úrlausn úr máli sínu,“ sagði Guðríður meðal annars og bætti við að íslensk stjórnvöld myndu þar með taka afstöðu til umsóknar um alþjóðlega vernd á grundvelli þess sem komið hefur við fólk í heimaríki. „Það þýðir þá að ekki er verið að senda ákveðinn hóp aftur til Evrópu þar sem þau eru annað hvort komin með neitun í sitt mál eða eiga óleyst mál í kerfinu,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?