fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

AfD ótvíræður sigurvegari í þýsku þingkosningunum – Erfið stjórnarmyndun framundan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. september 2017 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurvegari þingkosninganna í Þýskalandi í gær er án efa Afd (Alternativ für Deutschland) en flokkurinn fékk tæplega 13 prósent greiddra atkvæða og fær í fyrsta sinn þingmenn kjörna á sambandsþingið en í síðustu kosningum fékk flokkurinn 4,7 prósent. Hið svokallaða stórbandalag heyrir nú sögunni til þrátt fyrir að hafa enn meirihluta á þingi. Í stórbandalaginu eru CDU, flokkur Angelu Merkel kanslara, systurflokkurinn CSU og sósíaldemókratar (SPD). Allir þessir flokkar töpuðu fylgi í gær.

CDU og CSU fengu 33 prósent atkvæða og sósíaldemókratar 20,5 prósent, í síðustu kosningum fengu CDU og CSU 41,5 prósent atkvæða og sósíaldemókratar 26 prósent. Vinstri flokkurinn Die Linke fékk 9,2 prósent og Græningjar 8,9 prósent. Hinn frjálslyndi FDP fékk 10,7 prósent atkvæða og fær þingmenn kjörna á ný en í síðustu kosningum náði flokkurinn ekki tilsettu lágmarki til að fá þingmenn kjörna.

Ekki er annað að sjá en Merkel verði áfram kanslari en hennar bíður erfið stjórnarmyndun. Sósíaldemókratar hafa útilokað að taka þátt í nýju stórbandalagi og því virðist eini möguleiki Merkel á að mynda meirihlutastjórn vera að starfa með systurflokknum CSU, sem eru kristilegir demókratar í Bæjaralandi, Græningjum og FDP.

CSU fór illa út úr kosningunum og háværar raddir eru uppi um að flokkurinn fari lengra til hægri. Franz-Josef Strauss, fyrrum formaður flokksins, sagði eitt sitt að aldrei megi vera lýðræðislegur flokkur lengra til hægri en CSU en nú er staðan einmitt þannig. Margir kenna Merkel um góðan árangur AfD og segja að Merkel hafi haldið sig of nærri miðjunni.

Merkel hefur sjálf gefið til kynna að stefnu flokksins verði breytt. Í ræðu í gærkvöldi sagði hún að CDU vilji vinna aftur atkvæði þeirra sem kusu AfD og að niðurstöður kosninganna verði skoðaðar ofan í kjölinn og að skoðað verði hvað það er sem veldur kjósendum áhyggjum.

Jótlandspósturinn segir að hvað varðar stjórnarmyndum þá vilji Græningjar væntanlega draga ríkisstjórnina í hina áttina, lengra til vinstri. Merkel verður því að byggja brú á milli Græningja og FDP en óhætt er að segja að á milli þessara tveggja flokka ríki ekki mikill kærleikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi