fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Segir að lélegt fylgi í skoðanakönnunum en ekki trúnaðarbrestur hafi valdið stjórnarslitunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. september 2017 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem ég held að hafi slitið þessu samstarfi var staða flokkanna í skoðanakönnunum og að það eru að koma sveitastjórnarkosningar þar sem Björt framtíð ætlar að halda velli og Viðreisn ætlar að koma inn. Björt framtíð sérstaklega leit svo á að það yrði að gera eitthvað drastískt. Þetta var mjög pólitísk spekúlasjón,“ segir Friðjón R. Friðjónsson almannatengill um stjórnarslitin á dögunum.

Friðjón lét þessi orð falla í þættinum Silfrið á RÚV en hann hafnar því að trúnaðarbrestur hafi verið raunveruleg ástæða stjórnarslitanna: „Þetta var sjálfsbjargarviðleitni. Það var enginn trúnaðarbrestur til að byrja með. Óttar vissi þetta á mánudaginn og sagði ekki neitt fyrr en á fimmtudaginn. Sama gildir um Benedikt sem sagði að enginn trúnaðarbrestur hefði átt sér stað. Síðan eftir að frekar ósmekklegar yfirlýsingar frá Þorgerði Katrínu og Þorsteini Víglundssyn birtast á Facebook þá skiptir Benedikt allt í einu um skoðun og segir að trúnaðarbrestur hafi orðið,“ segir Friðjón um meintan trúnaðarbrest þess efnis að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hafi sagt Bjarna Benediktssyni einum manna að nafn föður hans, Benedikts Sveinssonar, hafi verið á lista meðmælenda undir umsóknarbréfi Hjalta Haukssonar barnaníðings um uppreist æru.

Friðjón segir að ekki sé ástæða til að draga of miklar ályktanir af niðurstöðum skoðanakannanna þar sem VG mælist stærst og Sjálfstæðisflokkurinn tapar nokkru fylgi. Enn sé of langt til kosninga. Hins vegar megi búast við mikilli kosningarþreytu hjá almenningi þar sem þetta séu þriðju stóru kosningarnar á 16 mánuðum, í fyrra hafi bæði verið forsetakosningar og alþingiskosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi