fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þjóðverjar ganga til kosninga: Stærsta spurningamerkið er hægri sinnaður þjóðernisflokkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingkosningar verða í Þýskalandi á sunnudag og er ekki álitið að þær munu hafa í för með sér breytingar á stjórnarfari. Angela Merkel hefur verið kanslari Þýskalands samfleytt frá árinu 2005 og talið er að hún muni halda embætti sínu eftir kosningarnar.

Merkel er formaður CDU, en um er að ræða hófsaman hægri flokk, kristilega demókrata, sem eru með sérflokk í Bæjaralandi (CSU) og mynda því flokkarnir bandalagið CDU/CSU. Samstarfsflokkur CDU/CSU í ríkisstjórn er SPD, sem eru sósíaldemókratar, e.t.v. sambærilegir við Samfylkinguna á Íslandi. Leiðtogi flokksins er Martin Schulz. SPD er nokkuð minni flokkur en CDU/CSU en framan af kosningabaráttunni var mikil sigling á SPD og gerði fólk því jafnvel skóna að Martin Schulz yrði næsti kanslari Þýskalands. Undanfarið hefur hins vegar dregið aftur í sundur með flokkunum.

Enginn vafi er talinn leika á því að CDU/CSU og SPD verði stærstu flokkarnir eftir kosningar en mesta spennan er talin ríkja um hvaða flokkur verði í þriðja sæti. Hinn umdeildi flokkur AfD, Alternativ für Deutschland, eða Annar valkostur fyrir Þýskaland, er að fá allt að 13% fylgi í skoðanakönnunum.

AfD hefur sett sig á móti stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Flokkurinn vill skrúfa fyrir innflutning frá íslömskum ríkjum og herða reglur um aðlögun innflytjenda. Fráfarandi formaður flokksins, Petra Gauke, lét fyrir tveimur árum þau ummæli falla að skjóta ætti ólöglega innflytjendur á landamærunum.

Núverandi formaður flokksins er Jörg Meuthen. Nái AfD inn þingmönnum núna, sem allar líkur eru taldar á, yrði það í fyrsta skipti síðan frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar sem flokkur þjóðernissinna nær fólki á þýska þingið. Mjög er deilt um hvort AfD er rasistaflokkur eða ekki en flokkurinn hefur tengsl við mótmælahreyfinguna PEGIDA sem mjög hefur sett sig upp á móti Íslam og múslímum.

Angela Merkel hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa opnað landamærin tímabundið fyrir flóttamönnum árið 2015. Hún hefur þó ekki goldið fyrir þá ákvörðun dýrara verði en svo að allt stefnir í fínan varnarsigur hennar og flokks hennar á morgun.

Straumur flóttamanna og hælisleitenda hefur valdið ýmiskonar vandamálum, þ. á m. aukinni kynferðislegri áreitni á vissum svæðum og mannskæðum hryðjuverkum. Hins vegar má líka hafa í huga að nokkrar milljónir Tyrkja hafa búið í landinu vandræðalaust undanfarna áratugi, en þeir eru flestir múslímar.

Nánar má lesa um AfD á vef BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“