fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Voru átta mánuði saman inni í lokaðri hvelfingu

Fjórir karlar og tvær konur tilraunadýr – Líkt eftir leiðangri til Mars

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hópurinn var vandlega valinn og markmiðið var að allir myndu ná vel saman. Okkur virðist hafa tekist það,“ segir geimvísindamaðurinn Sam Payler. Sam var í hópi sex einstaklinga lokaðir voru inni í hvelfingu í átta mánuði. Markmiðið var að líkja eftir þeim aðstæðum sem geimfarar framtíðarinnar munu upplifa á plánetunni Mars.

Hundrað fermetra hvelfing

Verkefnið sem um ræðir bar yfirskriftina Hi-Seas (e. Haway Space Exploration Analog and Simulation) og var fjármagnað af Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. Hópurinn, fjórir karlar og tvær konur, var lokaður inni í rúmlega hundrað fermetra hvelfingu á Hawai. Meðlimir hópsins höfðu ekki aðgang að Internetinu og tuttugu mínútna töf var á öllum samskiptum sem hópurinn átti við fólk utan hvelfingarinnar. Þannig urðu meðlimir hópsins að gera hljóðupptökur ef þeir vildu kasta kveðjum á vini og vandamenn og öfugt. Og komu upp vandamál var ekki hægt að hringja eða leita upplýsinga á netinu.

Tilraunin gekk stóráfallalaust fyrir sig.
Gekk vel Tilraunin gekk stóráfallalaust fyrir sig.

Markmiðið að skoða sálræn áhrif

Það getur tekið á að vera lokaður inni í litlu rými í langan tíma en Sam segir við breska blaðið Metro að verkefnið hafi gengið vel. „Enginn einangraður hópur fólks er ónæmur fyrir ósætti. Allir í hópnum stóðu sig samt vel í að leysa úr öllum ágreiningsmálum. Við eyddum talsverðum tíma í að ræða hvernig við gætum komist hjá ósætti.“

Markmiðið með tilrauninni var meðal annars að skoða sálræn áhrif mikillar og langrar einangrunar á geimfara. Hópurinn lét og hegðaði sér eins og hann væri staddur á Mars og þurftu meðlimir að leysa úr þeim vandamálum sem geta komið upp í geimnum. Þar sem um algjöra einangrun var að ræða var hópurinn með birgðir af mat sem þurftu að endast í þessa átta mánuði. Engin ferskvara var um borð í „geimskipinu“.

Gæti líklega ekki hafnað boði um ferð til Mars

Þó að aðeins hafi verið um rúma hundrað fermetra að ræða segir Sam að honum hafi aldrei liðið illa eða upplifað innilokunarkennd. „Það var alltaf nóg að gera og til að halda góðri andlegri heilsu er það mikilvægt. Við stunduðum einnig líkamsrækt sex daga vikunnar. Okkur kom öllum vel saman og kannski þess vegna upplifði ég aldrei innilokunarkennd. Við gátum alltaf fundið okkur eitthvað skemmtilegt að gera; við horfðum á kvikmyndir og spiluðum,“ segir Sam um frítímann sem hópurinn fékk.

Verkefninu lauk þann 17. September síðastliðinn og segir Sam það hafa verið skrýtið að komast loks út í frelsið, ef svo má segja. Hópurinn gerði vel við sig í mat og drykk þegar út var komið. Aðspurður hvort hann vildi ferðast til Mars, stæði honum það til boða, segir hann: „Það væri klárlega mikill heiður en að sama skapi mjög hættulegt. Ég yrði að vega og meta hvar ég væri í lífinu ef þar að kæmi og vega kostina og gallana. En myndi ég segja nei? Það væri mjög erfitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis