„Ekkert annað en dauðagildra“

Bifreið komst í gegnum skoðun hjá Frumherja í vor þrátt fyrir alvarlega bilun -17 ára drengur var undir stýri á Hellisheiði þegar hjólabúnaðurinn gaf sig

Sonur Hugrúnar var hætt komin eftir að alvarleg bilun kom upp í nýkeyptri bifreið sem hann ók. Bíllinn hafði nýlega fengið skoðun hjá Frumherja hf. og segir Hugrún Ásta að skoðunarfyrirtækið beri ábyrgð á óhappinu.
Hallgrímur Stefánsson og Hugrún Ásta Óskarsdóttir Sonur Hugrúnar var hætt komin eftir að alvarleg bilun kom upp í nýkeyptri bifreið sem hann ók. Bíllinn hafði nýlega fengið skoðun hjá Frumherja hf. og segir Hugrún Ásta að skoðunarfyrirtækið beri ábyrgð á óhappinu.
Mynd: Brynja

„Hann hefði getað stórslasast. Eða dáið,” segir Hugrún Ásta Óskarsdóttir. Þann 30. ágúst síðastliðinn lenti 17 ára sonur hennar í alvarlegu atviki á Hellisheiðinni. Vinstri hjólabiti bifreiðarinnar, sem hefur það hlutverk að halda dekkjunum á sínum stað, gaf sig með þeim afleiðingum að vinstra afturhjólið nánast brotnaði af. Drengurinn slapp með skrekkinn en hann náði að sveigja út af veginum, í tæka tíð, og stöðva úti í kanti. Hugrún gagnrýnir harðlega að bíllinn, sem fór síðast í skoðun í maí, hafi fengið skoðun með svo alvarlega bilun. Hún segir Frumherja, sem sá um skoðunina, bera ábyrgð á óhappinu.

Virtist í toppstandi

Bifreiðina, sem er af gerðinni Hyundai Tucson, árgerð 2005, keypti Hugrún, fyrir son sinn, á Facebook-síðunni Brask og brall í byrjun júlí á þessu ári. Hugrún vandaði valið við kaupin þar sem sonur hennar stundar nám á höfuðborgarsvæðinu, en þau eru búsett í Hveragerði. Hann þarf því að keyra yfir Hellisheiði á hverjum degi til að komast í skólann. „Þetta virtist vera bíll í toppstandi. Það var búið að gera mikið við hann en það sem skipti mestu máli var að bíllinn var síðast skoðaður, hjá Frumherja á Dalvegi, í mars 2017. Bíllinn fékk boð í endurskoðun og í maí var græni miðinn fjarlægður og bifreiðin fékk fulla skoðun. Auðvitað gerir maður sjálfkrafa ráð fyrir að nýskoðaðir bílar séu í góðu standi,” segir Hugrún, en eftir að bíllinn var dreginn á verkstæði kom í ljós að grindin var öll sundurryðguð.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.