fbpx
Fréttir

Kærður fyrir reykingar í flugvél: Missti af fluginu frá Keflavík til Berlínar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 22. september 2017 12:14

Tveir flugfarþegar urðu uppvísir að því að reykja um borð í flugvélum sem voru á leið til landsins; annar í morgun og hinn í gærmorgun.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að sá síðarnefndi hafi ætlað að halda áfram ferð sinni til Berlínar en ákveðið var að hann færi ekki í það flug vegna þessa athæfis. Flugstjóri vélarinnar hyggst kæra hann fyrir hönd flugfélagsins.

Hinn farþeginn játaði sök og tók lögreglan á Suðurnesjum af honum skýrslu vegna málsins. Sá getur einnig átt von á alvarlegum eftirmálum.

Þá var aðili sem framvísaði fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins handtekinn og færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Loks var flugvél sem var á leið frá Glasgow til Newark lent á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegi um borð hafði veikst. Viðkomandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?