fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Jón Gnarr blokkaði Jón Trausta: „Ég upplifði skömm“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 22. september 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, greinir frá því í pistli í nýjasta tölublaði blaðsins að Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, hafi blokkað sig á Twitter. Jón Trausti segir að hann hafi aldrei áður upplifað að vera blokkaður á samfélagsmiðli og hafi honum þótt þetta óþægileg tilfinning.

„Fyrsta tilfinningin sem ég fékk var undrun. Því næst leið mér ósjálfkrafa eins og það væri verið að útiloka mig. Ég upplifði skömm. Það rifjaðist upp gömul, sár minning úr bernsku þegar krakkarnir skilja mann útundan. En svo skildi ég að þetta snerist ekki um mína bresti,“ segir Jón Trausti í pistli sínum.

Jón Trausti rifjar upp að Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, hafi verið blokkeraður af Bjarna Benediktssyni á Twiterr. „Mér fannst ólýðræðislegt af forsætisráðherra að blokkera hann. En Trump Bandaríkjaforseti gerir þetta líka. Hann blokkeraði fyrirsætu í sumar af því að hún sagði að engum líkaði við hann. Sá sem blokkeraði mig er málsmetandi maður og hefur þótt frumkvöðull í stjórnmálum á Íslandi. Nýi tíminn, ekki þetta gamla,“ segir Jón Trausti.

Telur ástæðuna gagnrýna umfjöllun

Jón Trausti telur að Jón Gnarr hafi blokkað sig vegna umfjöllunar Stundarinnar um viðtal sem birtist í Fréttablaðinu þegar bók hans, Útlaginn, kom út. Þar lýsti Jón grófu ofbeldi af höndum bæði nemenda og kennara sem á að hafa átt sér stað við heimavistarskólann Núp. Enginn samnemenda hans kannaðist við það.

„Margar jákvæðar greinar hafa verið birtar um hann. Þegar hann ákvað að bjóða sig ekki fram til forseta birtum við á Stundinni viðtal við hann þar sem hann útskýrði ástæður sínar og aðrar fyrirætlanir. Hann sagðist frekar vilja breyta sjónvarpsdagskránni en heiminum. Og nú er hann búinn að breyta heiminum sínum. Útrýma mér og fleirum úr honum fyrir tengsl við gagnrýni,“ skrifar Jón Trausti.

Segir Jón freka karlinn

Jón Trausti vísar í orð Jóns Gnarrs um „freka karlinn“ sem þoldi ekki gagnrýni. „Í hans augum eru allir, sem eru ekki sammála honum fífl og fávitar. Og konur eru annað hvort stelpur eða kellingar. Hann sýnir vandlætingu sína með svipbrigðum og orðum. Hann er alltaf í fullum rétti, veit allt betur en allir aðrir og hefur alltaf rétt fyrir sér. Hann fær aldrei nóg, ekki einu sinni af sjálfum sér,” sagði Jón í þeim pistil.

Jón Trausti segir að Jón Gnarr sé nú orðinn sjálfur þessi freki maður: „Ég man að hugsaði að hann gæti orðið góður forseti, með engan valdhroka og þroskað og nútímalegt viðhorf til samfélags og lýðræðis. En núna er ég feginn og þakklátur honum. Feginn að hann varð ekki forseti Íslands. Feginn að hann upplýsti mig svona. Feginn að hann sá sjálfur að hann ætti að hætta í stjórnmálum, áður en hann byrjaði að blokkera fólk og fjölmiðla, eins og Trump og Bjarni Ben. Áður en hann varð freki karlinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna