Hún hélt að þetta væri morgundögg á blettinum – Síðan áttaði hún sig á hvað þetta var og fylltist skelfingu

Fallegt hvítt lag á blettinum.
Fallegt hvítt lag á blettinum.
Mynd: Skjáskot af YouTube

Fyrir rúmri viku upplifði Denise Torkington eitt það versta sem hún gat gert sér í hugarlund. Hún vaknaði morgun einn og leit út um gluggann og sá að undir trampólíni barnanna var hvítt lag af einhverju. Hún hélt að þetta væri morgundögg og hugsaði ekki meira út í það.

Denise býr í Queensland í Ástralíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðar um daginn áttaði hún sig síðan á að það sem hún sá undir trampólíninu var ekki dögg. Í samtali við Dagbladet sagði hún að hún hafi farið að skoða þetta betur ásamt eiginmanni sínum, Sean, og þau hafi þá séð að þetta var köngulóarvefur.

Denise sagði að hún væri mjög hrædd við köngulær og því hafi hún verið allt annað en ánægð með þetta. Hún bað Sean að fjarlægja vefinn sem hann og gerði. En hann hvarf ekki með öllu því hann var einfaldlega spunninn á nýjan leik og stækkaði dag frá degi. Nú er hann um tveir metrar í þvermál og margar litlar köngulær eru í honum að sögn Denise.

Hún sagðist ekki vita af hvaða tegund köngulærnar væru og óttaðist að þær kæmu inn í húsið. Hún sagðist einnig óttast að fullorðnar köngulær væru einhversstaðar nærri.

Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um málið og þessi umfjöllun varð til þess að meindýraeiðir hefur nú boðið henni að drepa allar köngulærnar á aðeins 10 mínútum. En Denise er rög við að taka því tilboði því hún óttast að þær hefji sig til flugs þegar eitri verður úðað á þær og þannig berist þær inn í hús.

Dagbladet hefur eftir norskum líffræðingi að hér séu líklega á ferð köngulær sem eru ekki hættulegar fólki. Þær séu litlar og lifi á litlum skordýrum sem þær veiði með því að spinna vef sinn á jörðinni. Enginn ástæða sé til að óttast þær. Hann sagði að vefurinn stækki vegna þess að köngulærnar spinni vef í jaðri yfirráðasvæðis móður sinnar og haldi sig þar. Líklegast hafi móðirinn drepist skömmu eftir að eggin höfðu klakist út en ef hún sé enn lifandi muni Denise og Sean líklegast finna hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.