Hjalti var viðriðinn mjólkurhneyksli árið 1986

„Við vorum bara villingar og hegðuðum okkur eins og bjánar“

Óhætt er að fullyrða að Hjalti Sigurjón Hauksson hafi verið einn umtalaðasti maður landsins undanfarna daga. Meint leyndarhyggja ráðherra Sjálfstæðisflokkinn með þá staðreynd að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn af meðmælendum Hjalta Sigurjóns vegna umsóknar um uppreist æru varð þess valdandi að ríkisstjórnin féll og óvæntar kosningar til Alþingis eru yfirvofandi.

Fáir vita hins vegar að Hjalti Sigurjón tengdist inn í hneykslismál hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík árið 1986 sem vakti mikla athygli fjölmiðla á sínum tíma. Um var að ræða skipulagðan þjófnað starfsmanna á mjólk sem var síðan seld á hálfvirði til vel valinna kaupmanna á svörtum markaði. „Við vorum bara villingar og hegðuðum okkur eins og bjánar,“ segir Hjalti Sigurjón í samtali við DV og fullyrðir að hann hafi verið peð í svindlinu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.