Annar árásarmaðurinn var leiddur út á brókinni alblóðugur

Konan sem varð fyrir líkamsárás í gær sem leiddi til dauða hennar er af erlendu bergi brotin. Tveir menn eru grunaðir um að hafa orðið henni að bana. Annar þeirra er íslenskur. Mikil viðbúnaður var við Hagamel í Vesturbænum í gær þar sem árásin átti sér stað.

Heimildir DV herma að annar mannanna hafi verið leiddur út einungis klæddur nærbuxum og var hann alblóðugur.
Hinn maðurinn var klæddur. Konan var borin út á börum og samkvæmt sjónarvottum var ljóst að hún hafði orðið fyrir hrottalegri árás.

RÚV greinir frá því að fólkið hafi þekkst innbyrðis og að grunur sé um að vopni hafi verið beitt í árásinni. Árásin átti sér stað á heimili konunnar. „Annar þeirra býr á staðnum en hinn var gestkomandi,“ hefur RÚV eftir Grími Grímssyni yfirlögregluþjóni. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir mönnunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.