Vann 36 milljarða í lottóinu en á nú yfir höfði sér 20 ára fangelsi

Pedro Zuezada er í sæmum málum

Árið 2013 datt Pedro Quezada heldur betur í lukkupottinn þegar hann vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bandaríkjanna. Pedro keypti sér miða í Powerball-lottóinu og var hann með allar tölur réttar sem skiluðu honum 338 milljónum Bandaríkjadala, rúmum 36 milljörðum króna.

Nú, fjórum árum síðar, er Pedro í slæmum málum en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi en Pedro er 49 ára. Hann er sagður hafa brotið margsinnis gegn barninu sem var á aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Pedro fæddist í Dóminíska lýðveldinu en flutti til Bandaríkjanna fyrir 30 árum. Hann vann fimmtán tíma vaktir í matvöruverslun sinni í Passaic í New Jersey áður en hann vann þann stóra. „Líf mitt mun breytast en það mun ekki breyta hjarta mínu,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir að hafa unnið vinninginn á sínum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.