fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Meiðyrðamál Guðmundar Spartakus mun kosta Atla milljón: „Glæpamennirnir sigruðu þennan slag“

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 21. september 2017 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Már Gylfason blaðamaður segir á Facebook-síðu sinni að meiðyrðamál Guðmundar Spartakus Ómarssonar muni sennilega kosta sig í það minnsta eina milljón króna. Hann fer hörðum orðum um bæði Guðmund Spartakus og lögmann hans, Vilhjálm H. Vilhjálmsson.

Guðmundur Spartakus fer fram á 10 milljónir í skaðabætur vegna umfjöllunar Atla þar sem hann tengdi Guðmund Spartakus við hvarf Friðriks Kristjánssonar í Suður-Ameríku árið 2013.

Líkt og fyrr segir er pistill Atla Más mjög harðorða. „Eftir nokkra daga hefst dómsmál gegn mér þar sem copy/paste lögmaðurinn Villi Vill er að kæra mig fyrir hönd Guðmundar Spartakusar, sem er svo mikill aumingi að hann felur sig í Paragvæ í stað þess að standa með gúmmítöffaranum og face-a mig,“ skrifar Atli Már á Facebook.

fer fram á 10 milljónir í skaðabætur.
Guðmundur Spartakus fer fram á 10 milljónir í skaðabætur.

Atli Már segir að hann þurfi að greiða sjálfur allan kostnað vegna málsins en ekki Stundin, sem birti umfjöllun hans. „Þetta dómsmál, þar sem kalkverksmiðjueigandinn krefst tíu milljóna í skaðabætur, mun kosta mig nálægt einni milljón króna…einni milljón…fyrir að segja sannleikann! Svona er umhverfi fjölmiðla í dag.

„En borgar ekki vinnan þetta?“ segja allir… NEI. Ég er atvinnulaus blaðamaður og þarf að standa við allan þennan kostnað sjálfur. Áfram rannsóknarblaðamennska. Ég mun samt aldrei gefast upp. Aldrei. Ég verð frekar gjaldþrota til æviloka en að láta menn komast upp með morð,“ segir Atli Már.

Atli segist ekki geta staðið í þessu lengur: „En svona er Ísland í dag. Svona verður þetta alltaf. Ég á þrjú börn og ég get ekki staðið í þessu lengur. Glæpamennirnir sigruðu þennan slag en ég vona svo sannarlega að nýju, ungu og fersku blaðamennirnir okkar hafa sömu prinsipp og ættu að vera við lýði ALLTAF. Follow the money og aldrei gefast upp!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”