fbpx
Fréttir

Kona lést eftir árás í Vesturbænum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 23:16

Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna gruns um aðild að líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi og RÚV.

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í kvöld og voru tveir sjúkrabílar meðal annars sendir á vettvang. Grímur Grímsson segir við RÚV að málið sé á algjöru frumstigi og vill ekki tjá sig um það að öðru leyti. Hann segir við Vísi að grunur sé um líkamsárás sem leiddi til dauða konunnar.

Tilkynning um málið barst um tíu leytið í kvöld og var sérsveitin meðal annars send á vettvang, að því er fram kemur í frétt Vísis. Þá segir að annar mannanna sem í haldi eru sé undir meiri grun en hinn um aðkomu að dauða konunnar.

Samkvæmt heimildum DV var hinn grunaði leiddur út aðeins klæddur í nærbuxur og var hann alblóðugur. Hinn maðurinn var í fötum. Þá var konan borin út á börum og samkvæmt sjónarvottum var ljóst að konan hafði orðið fyrir hrottalegri árás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?