Karl á þrítugsaldri barði mömmu sína: Játaði en vildi borga minna

Mynd: © Rakel Ósk Sigurðardóttir

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi fyrir að berja móður sína. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa þann 3. maí síðastliðinn veist að móður sinni á heimili hennar.

Samkvæmt dómi sló maðurinn móður sína ítrekað í höfuðið með hillubút úr tré. Þessi árás varð til þess að hún hlaut hlaut tannarbrot, tannarliðhlaup, opið sár á vör og munnholi, auk yfirborðsáverka á höfði og hálsi.

Maðurinn er fæddur árið 1989 og á að baki nokkurn sakaferil en hann hefur frá árinu 2009 átta sinnum sætt refsingu vegna umferðar- og fíkniefnalagabrota.

Maðurinn játaði sök en taldi að bótakrafa væri of háa. Dómari virðist hafa tekið undir það sjónarmið þar sem farið var fram á tvær milljónir króna í miskabætur en sonurinn var dæmdur til að greiða móður sinni 800 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.