fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Bandarískar stórborgir í mál við olíufyrirtæki vegna hækkandi yfirborðs sjávar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í San Francisco og Oakland hafa stefnt fimm af stærstu olíufyrirtækjum heims vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Báðum þessum borgum stendur ógn af hækkandi yfirborði sjávar og vilja þær að olíufyrirtækin taki þátt í kostnaðinum sem fellur til við byggingu varnargarða.

Frá þessu greinir breska blaðið Independent.

Í stefnunni kemur fram að olíufyrirtækin hafi grætt stórkostlegar fjárhæðir á vinnslu jarðefnaeldsneytis en á sama tíma vitað að afleiðingarnar yrðu slæmar fyrir mannkynið, meðal annars með hækkandi yfirborði sjávar. Olíufyrirtækin sem um ræðir eru BP, Royal Dutch Shell, Exxon Mobil, Chevron og ConocoPhillips.

Ekki er farið fram á tilgreinda upphæð í stefnunni en gera má ráð fyrir því að um sé að ræða nokkra milljarða Bandaríkjadala. San Francisco er fjórða fjölmennasta borg Kaliforníu og sú þrettánda fjölmennasta í Bandaríkjunum en Oakland er öllu minni, áttunda fjölmennasta borg Kaliforníu.

Forsvarsmenn Chevron segja að stefnan muni ekki hjálpa til í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Dennis Herrera, aðallögfræðingur borgaryfirvalda í San Francisco, segir að olíufyrirtækin hafi með settu ráði afvegaleitt almenning með fölskum upplýsingum. Á sama tíma hefðu þau stefnt heilu borgunum í stórhættu. „Hlýnun jarðar er staðreynd og framleiðsluafurð er risastór hluti af vandamálinu,“ segir Herrera.
Nýlegar spár gera ráð fyrir því að hækkandi yfirborð sjávar muni hafa víðtækar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa San Francisco. Jafnvel er reiknað með því að yfirborð sjávar við borgina muni hækka um allt að þrjá metra á næstu hundrað árum. Það er því ljóst að mikið er í húfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
Fréttir
Í gær

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf