fbpx
Fréttir

Þetta ættirðu að læra ef þú vilt verða milljarðamæringur

Menntun og starfsreynsla þeirra ríkustu skoðuð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2017 19:30

Fyrir þá sem vilja verða ríkir skiptir máli að velja rétt nám og réttan starfsvettvang. Þetta leiðir könnun bresku Aaron Wallis-ráðningarskrifstofunnar í ljós en þar á bæ var menntun og starfsreynsla þeirra hundrað sem skipa efstu sætin á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims skoðuð.

Í ljós kom að flestir, eða tuttugu og tveir, höfðu lagt stund á verkfræði og lokið prófi í því námi. Ekki var sundurgreint hvers konar verkfræði menn lögðu stund á en eins og margir vita er hægt að sækja sér prófgráður í iðnaðar-, fjármála-, rekstrar- og hugbúnaðarverkfræði svo nokkur dæmi séu tekin.

Þá var einnig skoðað hvert fyrsta starf þeirra ríkustu var þegar þeir fóru fyrst út á vinnumarkaðinn. Í ljós kom að flestir höfðu lagt stund á einhverskonar sölumennsku en næst flestir höfðu starfað sem verðbréfamiðlarar. Í könnuninni kom einnig í ljós að 75 af þeim 100 sem skoðaðir voru höfðu háskólagráðu og þar af höfðu 22 gráðu í verkfræði sem fyrr segir.

Þetta eru prófgráðurnar sem flestir höfðu:

1.) Verkfræði – 22
2.) Viðskipti – 16
3.) Fjármál og hagfræði – 11
4.) Lögfræði – 6
5.) Tölvuvísindi – 4

Þetta voru algengustu fyrstu störfin:

1.) Sölumennska – 10
2.) Verðbréfamiðlun – 9
3.) Hugbúnaðarþróun – 5
4.) Verkfræði – 5
5.) Starf við greiningu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?