fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Sigurður Pálsson látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. september 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Pálsson, rithöfundur og eitt fremsta ljóðskáld landsins um árabil, er látinn, 69 ára að aldri. Sigurður lést á líknardeild Landspítalans í gær eftir erfið veikindi.

Sigurður Pálsson fæddist 30. júlí 1948 á Skinnastað í N-Þingeyjarsýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og stundaði frönskunám í Toulouse og París og nam leikhúsfræði og bókmenntir í Sorbonne. Hann hefur einnig lokið námi í kvikmyndaleikstjórn.

Sigurður fékkst við ýmis störf í um ævina. Hann var fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og vann við sjónvarp og kvikmyndir. Hann var forseti Alliance Française um skeið og formaður Rithöfundasambands Íslands. Einnig kenndi Sigurður ljóðlist við ritlistarbraut Háskóla Íslands.

Þekktastur varð Sigurður þó fyrir ritstörf sín. Hann sendi frá sér fjölmargar ljóðabækur og var talinn eitt frumlegasta og besta ljóðskáld þjóðarinnar. Ljóðabækur hans voru þýddar á mörg tungumál. Árið 2007 hlaut Sigurður Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók, endurminningar þar sem dregnar eru upp lifandi myndir af námsárum hans í Frakklandi.

Sigurður var valinn borgarlistamaður Reykjavíkurborgar á tímabilinu 1987-1990, honum var veittur riddarakross Orðu lista og bókmennta (Chevalier de l’Ordre des Arts et des Lettres) af menningarmálaráðherra Frakklands árið 1990, og Frakklandsforseti sæmdi hann riddarakrossi Frönsku heiðursorðunnar (Chevalier l’Ordre National du Mérite) árið 2007. Hann hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2016.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndaleikstjóri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“

„Erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður

COLLAB HYDRO – Einstakur drykkur fyrir íslenskar aðstæður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum