fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bjarni Bernharður um uppreista æru: „Undir sjálfum mér komið að hreinsa æru mína“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 19. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Bernharður Bjarnason, sem varð manni að bana árið 1988, segir að sér hafi aldrei dottið það í hug að reyna að fá æru sína uppreista. Bjarni myrti manninn í geðrofi og undir áhrifum LSD en hann var dæmdur ósakhæfur.

„Ég á að baki ljótt sakamál, manndráp, en aldrei hefur hvarflað að mér að ráðuneytispappír gæti að nokkurn hátt fríað mig, hef alltaf litið þannig á að það væri undir sjálfum mér komið að hreinsa æru mína, ávinna mér virðingu fólksins. Það hefur mér tekist, að nokkru leyti – að ég tel,“ skrifar Bjarni á Facebook-síðu sína en í seinni tíð hefur Bjarni einbeitt sér að myndlist og ljóðaskrifum.

Í viðtali við DV árið 2014 sagði Bjarni að hann hefði unnið mikið í sínum málum. „Einhvern veginn þá hefur mér auðnast að þræða mig í gegnum þetta – ég hef dansað við örlaganornirnar með ákveðnum hremmingum – og það má segja að ég sé búinn að vinna mig algjörlega frá fortíðinni þannig að hún er ekki að bögga mig. Í dag er ég ekki að dragast með fortíðardrauga. Ég verð samt var við það að þetta morð hangir einhvers staðar í loftinu – alltaf. Ég hef sagt að eini maðurinn sem er frjáls frá þessu manndrápi er ég sjálfur.“

Bjarni segir í stöðufærslu sinni að menn fái æru sína ekki uppreista hjá ráðuneyti: „Nú segir það sig sjálft að uppreisn æru frá ráðuneytinu er í raun ávísun á falska sjálfsvirðingu og því lítils virði fyrir viðkomandi – sem eftir sem áður er sami maðurinn, nema að hann geti sýnt framá með skýrum hætti að hann sé betri maður, hafi, t.d. í kynferðisbrotamálum, undirgengist sálfræðimeðferð og unnið í sínum málum. Mér er ekki kunnugt um að þessir tveir sem verið hafa í umræðunni undanfarið hafi undirgengist meðferð við meinsemd sinni, enda lögðu þeir ekki fram læknisvottorð í ráðuneytinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi