fbpx
Fréttir

25 ára kona fannst myrt árið 1992: Nú hefur morðinginn loksins verið handtekinn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. september 2017 18:00

Lögreglan í Massachusetts telur sig hafa upplýst óhugnanlegt morðmál frá árinu 1992 þegar hin tuttugu og fimm ára gamla Lisa Ziegert fannst látin.

Lisa þessi var á kvöldvakt í gjafavöruverslun í bænum Agawam en hún var í tveimur vinnum til að láta enda ná saman. Á daginn starfaði hún sem kennari þar sem hún aðstoðaði nemendur með sérþarfir. Lisa var vel liðin og vinsæl meðal nemenda sinna.

Það var svo að kvöldi 15. apríl 1992 að Lisa hvarf sporlaust. Snemma að morgni þess 16. apríl tóku vegfarendur eftir því að verslunin var enn opin en Lisa var hvergi sjáanleg. Fjórum dögum síðar, á páskadag, fannst lík hennar en í ljós kom að henni hafði verið nauðgað og hún stungin til bana.

Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglu á sínum tíma fannst morðinginn ekki. Nokkrir lágu undir grun og voru yfirheyrðir en lögregla taldi sig ekki hafa nóg í höndunum til að fara með þann grun lengra.

Að því er AP-fréttastofan greinir frá virðist morðinginn þó loksins hafa verið handtekinn á dögunum. Anthony Gulluni, saksóknari í Hampden, segir við AP að 48 ára karlmaður, Gary Schara að nafni, hafi verið handtekinn. Náinn ættingi Gary er sagður hafa látið lögreglu fá skrifaða yfirlýsingu frá honum þar sem hann játaði að hafa nauðgað og myrt Lisu á sínum tíma. Lögregla gerði síðan DNA-rannsókn sem leiddi í ljós að Gary var maðurinn sem nauðgaði Lisu á sínum tíma.
Gary á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“

Helgi um Val banamann: „Hversu fullur má maður vera til þess að einhver megi berja mann til dauða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins
Fréttir
Í gær

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Fyrir 2 dögum

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?