fbpx
Fréttir

Barnaníðingurinn sem sprengdi stjórnina: „Ég skil engan veginn hvað Björt framtíð er að spá“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 15. september 2017 09:50

Hjalti Sigurjón Hauksson, dæmdur kynferðisbrotamaður, segist í samtali við DV ekkert botna í framvindu mála. Líkt og hefur komið fram var uppreist æra hans og leyndarhyggja í kringum það til þess að Björt framtíð sleit sig úr ríkisstjórnarsambandi.

Sjá einnig: Þetta er ástæðan fyrir stjórnarslitunum

Hjalti vildi sem minnst tjá sig um tíðindi næturnar.„Þetta er algjört upphlaup í myrki. Það að kalla mig barnaníðing er bara fáviska. Það er algjörlega út úr lofti gripið. Ég skil engan veginn hvað Björt framtíð er að spá,“ segir Hjalti.

Rétt er að geta þess að það er ekki úr lofti gripið að kalla Hjalta barnaníðing þar sem hann hlaut fimm og hálfs árs fangelsi árið 2004 fyrir að misnota stjúpdóttur sína nær daglega í 12 ár. Stúlkan var fimm ára þegar brotin hófust. Hann fékk einn þyngsta dóm sem fallið hefur fyrir kynferðisbrot gegn barni.

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, er einn þeirra sem skrifaði undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru. Hjalti hafði unnið fyrir rútufyrirtæki Benedikts um margra ára skeið. Í samtali við DV í gær sagði Hjalti að þeir Benedikt væru vinir. „Það er allt annað. Við höfum verið vinir. Það er ekki þar með sagt, mér finnst að trúnaður á milli vina eigi að vera trúnaður á milli vina,“ sagði hann þá.

Sjá einnig: Hjalti um Benedikt: „Við höfum verið vinir.“ Benedikt, faðir Bjarna, ábyrgðist Hjalta Sigurjón

Stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfi við ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar vegna alvarlegs trúnaðarbrests innan ríkisstjórnarinnar. Það má færa rök fyrir því að Sigríður Andersen hafi fellt stjórnina þegar hún upplýsti um það í kvöldfréttum að hún hefði greint Bjarna frá í sumar að faðir hans hefði skrifað meðmælabréf fyrir Hjalta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns
Fréttir
Í gær

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp

Hvað á að gera við konu sem er með vesen? Segja henni upp
Í gær

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?

Baráttan um fiskinn – Átök framtíðarinnar?