Fréttir

Sveinn Gestur neitaði sök

Málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 11:01

Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar ákæra gegn honum var þingfest. Sveinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn, en Arnar Jónsson Aspar lést í kjölfar árásarinnar.

RÚV greinir frá þessu á vef sínum. Sveinn er sá eini sem ákærður er í málinu en sex voru handtekin eftir árásina. Í ákærunni er Sveini Gesti gefið að sök að hafa haldið höndum Arnars fyrir aftan bak og notað líkamsþunga sinn til að halda honum föstum. Þá hafi hann tekið hann hálstaki og slegið hann í höfuðið.

Þetta hafi valdið því að Arnar hafi látið lífið vegna minnkunar á öndunarhæfni sem olli stöðukæfingu.

Fjölskylda Arnars fer fram á 63 milljónir króna í bætur frá Sveini Gesti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Gunnar lenti í óprúttnum aðila í Hafnarfirði: „Er að skrifa svo enginn hringi í lögguna“

Gunnar lenti í óprúttnum aðila í Hafnarfirði: „Er að skrifa svo enginn hringi í lögguna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“

Leikarinn Vilhelm Neto túlkar íslenska sumarið á einstakan hátt: „Á morgun ætla ég að fokka þér upp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“

Bíll Dótlu Elínar gufaði upp í Kópavogi: „Þarna hefur einhver verið mjög fljótur að hugsa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“

Einn ríkasti maður Bretlands líkir landsliði Senegal við sólstrandarsölumenn: „Ég kannast við þessa frá ströndinni í Marbella“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“

Hröktu ráðherra Trump af mexíkóskum veitingastað: „Skammastu þín!“