fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Uppgötvaði rauðan blett undir bleiu dóttur sinnar – Síðan hófst martröðin

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júní var faðir að skipta um bleiu á eins árs dóttur sinni eins og oftar. Þá uppgötvaði hann rauðan blett undir bleiunni. Bletturinn var á vinstra lærinu. Hann ákvað strax að fara með stúlkuna til læknis en það var ákvörðun sem reyndist hafa mjög slæm áhrif á föðurinn.

Faðirinn, Kevin Gardiner, er rúmlega þrítugur og býr í Haverhill í Suffolk á Englandi. Mirror segir að hann og unnusta hans, Jasmine Yates, hafi ákveðið að fara með dótturina, Amara til læknis til að láta skoða þennan rauða blett.
Læknirinn, sem skoðaði Amara, taldi að um brunasár væri að ræða og hafði samband við lögregluna og félagsmálayfirvöld.

„Við reyndum bara að gera það sem rétt var en það endaði með að ég var sakaður um misþyrmingar.“

Sagði Kevin í samtali við The Sun.

Hann var tekinn í yfirheyrslu og ekki leyft að koma nærri fjölskyldu sinn í rúmlega viku. Félagsmálayfirvöld gerðu einnig úttekt á aðstæðunum á heimili fjölskyldunnar.

Kevin og Jasmine með dóttur sína.
Kevin og Jasmine með dóttur sína.

Mynd: Facebook.

Jasmine sagði að um leið og þau komu á sjúkrahúsið með Jasmine hafi starfsfólkið gefið þeim illt auga og horft á þau eins og þau hefðu beitt Amara ofbeldi. Fylgst hafi verið með hverri hreyfingu þeirra og ekkert gert til að hughreista þau og segja þeim að ekkert alvarlegt amaði að Amara.

Síðar kom í ljós að rauði bletturinn var húðsýking, um leið og það lá ljóst fyrir fékk Kevin að hitta fjölskyldu sína á nýjan leik.

Sjúkrahúsið hefur beðist afsökunar á málinu og hvatt fjölskylduna til að kvarta yfir málinu til þar til bærrar stofnunar. Félagsmálayfirvöld hafa þó ekki enn sleppt hendinni af fjölskyldunni og koma starfsmenn þeirra í heimsókn öðru hvoru en hafa ekki gefið neinar skýringar á af hverju eftirlitinu er haldið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala