fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ræstingafólk fær ekki að borða í mötuneyti Ráðhússins

Auður Ösp
Þriðjudaginn 12. september 2017 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem starfa við ræstingar og önnur sambærileg störf í þágu borgarinnar hafa ekki aðgang að þjónustu mötuneyta á stofnunum borgarinnar líkt og aðrir starfsmenn. Þetta kom fram að fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag.

Á umræddum fundu lagði borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um breytingu á þessu tiltekna fyrirkomulagi.

Fram kom að hópur starfsfólks ynni gott starf við ræstingar eða önnur sambærileg störf í þágu Reykjavíkurborgar og hefði fasta starfsstöð í stofnunum til dæmis á Höfðatorgi eða í Ráðhúsi.

Þessu starfsfólki er þó ekki heimilt að nýta sér þjónustu mötuneytanna á þessum stöðum þar sem það er á vegum verktaka.

Lagt var til að í samvinnu við viðkomandi verktaka urði umræddu starfsfólki heimilað að nýta sér þjónustu mötuneytanna á sömu kjörum og borgarstarfsmenn njóta. Málinu var frestað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“