Ræstingafólk fær ekki að borða í mötuneyti Ráðhússins

Þeir sem starfa við ræstingar og önnur sambærileg störf í þágu borgarinnar hafa ekki aðgang að þjónustu mötuneyta á stofnunum borgarinnar líkt og aðrir starfsmenn. Þetta kom fram að fundi borgarráðs síðastliðinn fimmtudag.

Á umræddum fundu lagði borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um breytingu á þessu tiltekna fyrirkomulagi.

Fram kom að hópur starfsfólks ynni gott starf við ræstingar eða önnur sambærileg störf í þágu Reykjavíkurborgar og hefði fasta starfsstöð í stofnunum til dæmis á Höfðatorgi eða í Ráðhúsi.

Þessu starfsfólki er þó ekki heimilt að nýta sér þjónustu mötuneytanna á þessum stöðum þar sem það er á vegum verktaka.

Lagt var til að í samvinnu við viðkomandi verktaka urði umræddu starfsfólki heimilað að nýta sér þjónustu mötuneytanna á sömu kjörum og borgarstarfsmenn njóta. Málinu var frestað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.