Fréttir

Hafa frestað brottvísun Abrahims og Haniye

Auður Ösp
Þriðjudaginn 12. september 2017 16:55

Brottvísun afgöngsku feðginanna Abrahims og Haniye Maleki hefur verið frestað á meðan kærunefnd útlendingamála fer yfir málið. Þetta kemur fram á vef RÚV. Brottvísun feðginanna hefur verið harðlega mótmælt undanfarna daga.

Fram kemur að lögmaður fjölskyldunnar hafi sent Útlendingastofnun beiðni um frestun réttaráhrifa af ákvörðun um brottvísun. Kærunefnd útlendingamála mun nú taka beiðnina fyrir og er niðurstöðu að vænta síðar í mánuðinum.

Líkt og fram kom í frétt DV var feðginunum tilkynnt á fundi með Útlendingastofnun í gær að þeim yrði vísað úr landi í lögreglufylgd næstkomandi fimmtudag. Beiðni um frestun á brottvísun barst síðan til Útlendingastofnunar síðdegis.

Ítarlega hefur verið fjallað um mál feðginanna undanfarna daga en líkt og fram hefur komið er Haniye ríkisfangslaus þar sem hún fæddist sem flóttamaður í Íran. Samkvæmt sálfræðimati þjáist hún af alvarlegri áfallastreitu. Þá hefur einnig komið fram að Abrahim er fatlaður eftir alvarlegt fótbrot.

Síðastliðinn laugardag stóðu Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur á Íslandi, fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli gegn brottvísun feðginanna, sem og brotvísun hinnar 8 ára gömul Mary frá Nígeru og fjölskyldu hennar. Rúmlega 15.000 manns tóku þátt, þar á meðal bæði Mary og Haniye og fjölskyldur þeirra.
Þá hafa ófáir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og verið harðorðir í garð íslenskra yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“

Vignir Ljósálfur: „Fann ekki fyrir neinni hræðslu og var alveg tilbúinn að kveðja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“

Kristjana Arnars slær í gegn á íþróttadeild RÚV: „Fannst ég ekki eiga erindi inn í þennan karlaheim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“

Stíga þrjár fram og saka lögreglumann um kynferðisofbeldi: „Við erum sterkari saman“
Fyrir 2 dögum

Leiðinlegt fyrir Pólverja

Leiðinlegt fyrir Pólverja