Breytti viðurnefni ríkisstjórnarinnar í „Pedostjórnin“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur hlotið nýtt viðurnefni á íslensku útgáfu Wikipedia. Líkt og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hlaut hið óformlega viðurnefni Laugarvatnsstjórnin og fyrsta ríkisstjórn lýðveldsins var kölluð „Coca-Cola“-stjórnin þá hefur einhver gárungur skýrt ríkisstjórn Bjarna „Pedostjórnina“ á Wikipedia.

Rétt er að taka fram að auðvelt er að breyta flestum Wikipedia-síðu en óumdeilt er þó að Robert Downey-málið hafi reynst ríkisstjórninni erfitt. Einn þeirra sem hefur furðað sig á viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins í því máli er Gísli Marteinn Baldursson sagði það óskiljanlegt að sé gert að flokkspólitísku máli þar sem að ríkisstjórnin er í liði með barnaníðing.

Sjá einnig: Gísli Marteinn segir ríkisstjórnina í liði með barnaníðing: „Óskiljanlegt að kóa með níðingi“

Í dag hefur svo komið fram að Robert Downey, sem fékk uppreist æru í fyrra, hafi fengið undanþágu frá almennri reglu um veitingu uppreist æru. Enn fremur kom fram í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna kæru fréttastofu RÚV að nefndin fallist ekki á sjónarmið dómsmálaráðuneytisins um að vottorðin hafi að geyma að „ákveðnu leyti upplýsingar um einkamálefni sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, meðal annars um heilsufar umsækjanda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.