fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Bjarni Ben: „Græðgin mun leiða til slæmra ákvarðana hjá fólki. Þetta mun gerast aftur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 12. september 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar hefðu átt að grípa til harðari aðgerða gegn bankamönnum sem áttu þátt í fjármálakreppunni, segir forsætisráðherra Íslands. Þetta kemur fram í umfjöllun Sky News en að sögn miðilsins var Ísland eina landið sem fangelsaði menn vegna þáttar þeirra í bankakreppunni.

Í viðtali við Sky News segir Bjarni að þessar aðgerðir hafa hjálpa íslensku þjóðinni við að græða sárin eftir bankahrunið. Segist hann vera undrandi á því að aðrar þjóðir, þ. á m. Bretland, hafi ekki fetað í fótspor Íslands í þessum efnum.

Bjarni segir í viðtalinu:

„Ég held að víða um heim kraumi gremja vegna þess að málin voru ekki einu sinni rannsökuð. Ég er ekki að segja að ástæða sé til að sækja alla til saka sem tóku þátt en ég held að of lítið hafi verið gert annars staðar til að rannsaka mögulegt glæpsamlegt atferli annar staðar en á Íslandi. Ég er undrandi á því að skattfé borgaranna skuli hafa verið notað til að bjargar einkafjárfestingum sem höfðu átt sér stað með lánveitingum til banka sem voru mjög illa reknir og ég er líka hissa á því hvað lítið var gert í mörgum löndum til að rannsaka þessi mál og hugsanlega draga þá sem unnu gegn lögum fyrir dómstóla.“

Þá segir í umfjöllun Sky News að um 200 manns hafi verið rannsökuð vegna bankahrunsins á Íslandi og margir verið ákærðir og hlotið refsidóma.

Bjarni spái öðru bankahruni í framtíðinni: „Ég veit ekki hvenær það verður. En mannskepnan gerir mistök og græðgin mun leiða til slæmra ákvarðana hjá fólki. Þetta mun gerast aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið