fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ætla að standa fyrir utan dómsmálaráðuneytið alla vikuna

Auður Ösp
Þriðjudaginn 12. september 2017 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við munum vera hér og annars staðar og láta í okkur heyra öll saman þangað til að þessi illa meðferð á blessaða fólkinu verður hætt og þær fáiað búa á Íslandi í vernd og skjóli og friði og eiga möguleika á framtíð,“ segir Sema Erla Serdar formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Solaris og hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólk á Íslandi. Hún hefur nú stillt sér upp fyrir framan dómsmálaráðuneytið ásamt fleirum til að mótmæla brottvísun afgönsku feðginana Abrahim Maleki og dóttur hans Haniye, sem og yfirvofandi brottvísun hinnar átta ára gömul Mary frá Nígeríu og fjölskyldu hennar.

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að af­gönsku feðgin­un­um Abra­him Maleki og 11 ára gömul dóttur hans Hanyie verði vísað úr landi þann 14. sept­em­ber næstkomandi. Feðginin muni fara í lögreglufylgd á flugvöllinn og verða þaðan send til Þýskalands. Hefur þeim verið gert að halda sig heima fyrir á miðvikudag og fimmtudag. Ítarlega hefur verið fjallað um mál feðginanna undanfarna daga en líkt og fram hefur komið er Haniye ríkisfangslaus þar sem hún fæddist sem flóttamaður í Íran. Samkvæmt sálfræðimati þjáist hún af alvarlegri áfallastreitu. Þá hefur einnig komið fram að Abrahim er fatlaður eftir alvarlegt fótbrot. Síðastliðinn laugardag stóðu Solaris samtökin, fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli gegn brottvísun fólksins þar sem rúmlega 15 þúsund manns tóku þátt.

Mary 8 ára (t.v.) og Haniye Maleki 11 ára (t.h)
Mary 8 ára (t.v.) og Haniye Maleki 11 ára (t.h)

Sema birtir meðfylgjandi myndskeið á facebooksíðu sinni í morgun þar sem fram kemur að fulltrúar Solaris verði fyrir framan dómsmálaráðuneytið næstu daga ásamt vinum og velunnurum þessara tveggja fjölskylda. Hefur hópurinn meðal annars komið fyrir blómum og heldur á skilti með orðunum „Ekki í okkar nafni.“

„Við erum mættar hérna fjórar saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið. Hér ætlum við að vera í dag og alla vikuna og við verðum hér lengur ef þess þarf.

Hér erum við til að senda stjórnvöldum og yfirvölum mjög skýr skilaboð um að brottvísun Haniye og Mary og þeirra fjölskylda er ekki í okkar nafni og við sættum okkur ekki við stjórnsýslu sem kemur svona fram við börn á flótta og aðra í viðkvæmri stöðu.“

segir Sema jafnframt en hópurinn hyggst standa fyrir utan húsnæðið á meðan það er opið. Þá hvetur Sema einstaklinga til að skrá sig á vaktir eða bara „kíkja í kaffi og sýna smá stuðning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi