Hallgrímur: „Over our dead bodies“

Fjölmargir þekktir Íslendingar hafa tjáð sig um ákvörðun yfirvalda um að vísa afgönsku feðginunum Abrahim og Hanyie úr landi - „Ætlum við í alvöru að kasta þeim útí kuldann og óvissuna?“

Útlendingastofnun hefur úrskurðað að af­gönsku feðgin­un­um Abra­him Maleki og 11 ára gömul dóttur hans Hanyie verði vísað úr landi þann 14. sept­em­ber næstkomandi. Fram kemur á vef RÚV að feðginin hafi fengið fréttirnar á fundi með Útlendingastofnun nú í morgun. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar gagnrýna ákvörðun Útlendingastofnunar á samfélagsmiðlum og þá gjarnan undir myllumerkinu #ekkiímínunafni.

Frosti Logason.
Frosti Logason.

Feðginin muni fara í lögreglufylgd á flugvöllinn og verða þaðan send til Þýskalands. Hefur þeim verið gert að halda sig heima fyrir á miðvikudag og fimmtudag. Í færslu á facebook kveðst Guðmundur Karl Karlsson vinur feðginanna undrast að mál feðginanna hafi fengið svo hraða afgreiðslu.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

„Það er með ólíkindum að UTL leyfi þessu bara að gerast án þess að depla auga. Ákvörðun er tekin 4. Sept, ég man ekki eftir brottflutningi í svona málum sem var framkvæmdur með svo skömmum fyrirvara. Yfirleitt er þetta um mánuður,“

Eiríkur Örn Norðdahl.
Eiríkur Örn Norðdahl.

ritar Guðmundur en í samtali við RÚV segir hann feðginin vera í áfalli eftir tíðindi dagsins.

Gunnar Lárus Hjálmarsson.
Gunnar Lárus Hjálmarsson.

„Þau eru bæði alveg miður sín. Þau voru byrjuð að leyfa sér að vona eftir umræðuna síðustu daga. Svo fer Abrahim á svona fund og hann hreinlega vissi ekki hvað sneri upp eða niður. Hann hefur fengið svo mörg misvísandi skilaboð síðustu daga.“

Eva Hauksdóttir.
Eva Hauksdóttir.

„Hrein og klárt lögbrot“

Einn þeirra einstaklinga sem mótmæla ákvörðun Útlendingastofnunar á samfélagsmiðlum er Hallgrímur Helgason rithöfundur en í færslu sinni gefur hann skýrt til kynna að framkoma íslenskra yfirvalda verði ekki liðin. Ritar hann einfaldlega:

„Over our dead bodies.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Í alvörunni. Þetta er ekki í lagi,“ ritar Frosti Logason útvarpsmaður á meðan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona er harðorð í garð starfsmanna Útlendingastofnunar:

„Fasistarnir hjá Útlendingastofnun láta verkin tala.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Jæja hvernig er staðan á dýrahaldi á veitingastöðum, Björt framtíð og Óttarr Proppé? Er það þjóðþrifamál ekki alveg að nást í gegn? Eru íkornar með í því dæmi?,“ spyr Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.

Þá spyr söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir: „Ætlum við í alvöru að kasta þeim útí kuldann og óvissuna? Ef þetta væri barnið mitt, barnið þitt?“

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður gefur til að kynna að hún ætli ekki að láta sitt eftir liggja í baráttu feðginanna:

„Vil gjarnan vera látin vita ef fólk ætlar að mæta uppá flugvöll á fimmtudaginn og hlekkja sig við eitthvað. Takk.“

Þá ritar Eva Hauksdóttir: „Ég ætla rétt að vona að lögmaðurinn hennar hafi döngun til þess að fara með þetta fyrir dómstóla og ef þörf krefur fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta er hreint og klárt lögbrot.“

„Munið þið þegar spurt var hvar skjaldborgin væri? Ég ætla að spá því að þið finnið hana kringum þessa ungu stúlku á fimmtudag. Og svo kringum hinar, hina, hin – þar til þessari þrálátu hversdagsgrimmd linnir,“ segir Eiríkur Örn Norðdahl ritstjóri.

Ítarlega hefur verið fjallað um mál feðginanna undanfarna daga en líkt og fram hefur komið er Haniye ríkisfangslaus þar sem hún fæddist sem flóttamaður í Íran. Samkvæmt sálfræðimati þjáist hún af alvarlegri áfallastreitu. Þá hefur einnig komið fram að Abrahim er fatlaður eftir alvarlegt fótbrot.

Síðastliðinn laugardag stóðu Solaris, hjálparsamtök fyrir hælisleitendur á Íslandi, fyrir fjölmennum mótmælum á Austurvelli gegn brottvísun feðginanna, sem og brotvísun hinnar 8 ára gömul Mary frá Nígeru og fjölskyldu hennar. Rúmlega 15.000 manns tóku þátt, þar á meðal bæði Mary og Haniye og fjölskyldur þeirra.

Samkvæmt nýjustu könnun DV þar sem fram kom að tæplega áttatíu prósent lesenda vilja að Haniye og hin 8 ára gamla Mary frá Nígeríu íslenskan ríkisborgararétt ásamt fjölskyldum sínum. Þá greindi DVfrá því í gær að Samfylkingingin muni í dag að leggja fram frumvarp þess efnis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.