Fréttir

Rósa óttast tíðari fregnir um skaðsemi plasts

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 10. september 2017 08:00

Plastagnir finnast í kranavatni um allan heim. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV fyrr í vikunni.
Sérfræðingur í örplastrannsóknum segir hættu á að nanóagnir sem komast inn í frumur og líffæri fólks sé að finna í kranavatni.

„Ég veit ekki til þess að það hafi verið gerðar rannsóknir á plastögnum í vatni hérlendis þótt þar sé vissulega þörf á,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bókaútgefandi og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, í samtali við DV. „Þetta er hins vegar enn ein rannsóknin sem sýnir fram á hvað áhrif plastsins eru víðtæk og ég óttast að við eigum eftir að fá tíðari fregnir af þessum toga. Nú þegar plastagnir greinast í drykkjarvatni, og ýmsum afurðum sem við leggjum okkur til munns, eigum við kannski eftir að lesa niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að plastið sé ekki aðeins umhverfisvá heldur geti það einnig ógnað heilsu og heilbrigði manna.“

Rósa þýddi nýlega bókina Betra líf án plasts eftir Anneliese Bunk og Nadine Schubert. Í henni er fjallað ýtarlega um skaðsemi plasts og mikilvægi þess að hver og einn leggi sitt af mörkum til að draga úr notkun þessa skaðlega efnis.
Rósa leggur áherslu á að einstaklingar og sveitarfélög sýni ábyrgð við meðhöndlun þessa úrgangs. „Það er mismunandi hvar plastið endar en því miður er það svo að um áttatíu til níutíu prósent enda ekki í réttum endurvinnslufarvegi. Ef því er skilað í grenndargáma þá er það endurnýtt og ný verðmæti sköpuð úr því. Ef ekki þá endar það í urðun eða einhvers staðar í umhverfinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Alþingiskonan og útvarpsmaðurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Alþingiskonan og útvarpsmaðurinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekktur videobloggari segir Bandaríkjamenn geta lært helling af byssueign Íslendinga

Þekktur videobloggari segir Bandaríkjamenn geta lært helling af byssueign Íslendinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán í vandræðum á bílaplani: „Erfitt fyrir sálartetrið að vera skammaður eins og hundur af ókunnugum manni“

Stefán í vandræðum á bílaplani: „Erfitt fyrir sálartetrið að vera skammaður eins og hundur af ókunnugum manni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Prestur setur spurningamerki við milljónirnar sem fara í prestsþjónustu á Landspítalanum: „Ha í alvörunni??????“

Prestur setur spurningamerki við milljónirnar sem fara í prestsþjónustu á Landspítalanum: „Ha í alvörunni??????“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Jón Valur Jensson: „Fjallkonan hefur ávallt verið og á að vera kona“

Jón Valur Jensson: „Fjallkonan hefur ávallt verið og á að vera kona“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hallgrímskirkja tekur þátt í HM gleðinni og spilar „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn á laugardaginn

Hallgrímskirkja tekur þátt í HM gleðinni og spilar „Ég er kominn heim“ fyrir leikinn á laugardaginn