„Við erum ekki eini vinnustaðurinn á landinu sem glímir við þetta vandamál“

Rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæði Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar í Kópavogi

Rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæðinu.
Digranesvegur 5 Rakaskemmdir og mygla fundust í húsnæðinu.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta er gamalt hús. Nú standa yfir viðgerðir sem, meðal annars, eiga að uppræta mygluna.“ Þetta segir Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem er til húsa á Digranesvegi 5 í Kópavogi. Hlutverk stöðvarinnar er, meðal annars, að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem efla lífsgæði og bæta framtíð þeirra og fjölskyldna þeirra.

Starfsfólk hefur fundið fyrir einkennum

Greinst hefur mygla á afmörkuðum stöðum í húsi stöðvarinnar og þá helst niðri við gólf. Ekki fannst myglugró í loftsýnum. Þá eru gluggar á austurhlið hússins ónýtir og í þeim hluta hússins finnur starfsfólk og notendur þjónustunnar fúkkalykt, þá sérstaklega þegar rignir.

Soffía, sem getur ekki tjáð sig um einstaka starfsmenn, bendir á að áhrif myglusvepps á fólk séu mjög misjöfn og einstaklingsbundin. Algengust eru ofnæmisviðbrögð sem tengjast öndunarfærum og það eigi við einhverja starfsmenn Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar. Soffía hefur sjálf ekki fengið kvartanir frá notendum og ekki greindist mygla í þeim rýmum sem börnin dvelja í þegar þau koma í heimsókn. Starfsmenn hafa fundið fyrir óþægindum og allir eru sammála um að loftgæði í húsnæðinu þyrftu að vera betri. Samhliða viðgerðum er unnið að því að bæta loftræstikerfi í húsinu.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.