fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Laminn með hafnarboltakylfu – Þrennt handtekið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. september 2017 06:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um húsbrot og alvarlega líkamsárás þar sem hafnarboltakylfa hafði að sögn verið notuð til að lemja mann. Sá hlaut nokkra áverka en þó ekki alvarlega. Meintir gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom þangað.

Klukkustund síðar voru tveir karlmenn og kona handtekinn vegna rannsóknar málsins. Þau voru vistuð í fangageymslu og verða yfirheyrð í dag.

Um miðnætti var karlmaður um þrítugt handtekinn í Breiðholti vegna heimilisofbeldismáls. Hann var vistaður í fangageymslu.

Um miðnætti var tvítugur karlmaður handtekinn í miðborginni vegna ölvunar og óspekta. Hann hafði brotið rúðu á skemmtistað og var með hníf á sér sem og meint fíkniefni. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fjórir ökumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt en þeir eru allir grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt