Kolbrún saksóknari fer fram á að Thomas verði dæmdur í 18 ára fangelsi: „Algjört lágmark í þessu máli“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari í máli Thomas Møller Olsen, sem er sakaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, vill að Thomas verði dæmdur í lengri afplánun en þau 16 ár sem hefð er fyrir. Þetta kom fram í málflutningi hennar sem lauk nú á þriðja tímanum.

Kolbrún vill að refsiþyngingu verði beitt samkvæmt lögum. Hún færði rök fyrir því að dæma ætti Thomas í tvö ár fyrir fíkniefnalagabrotið og 16 ár fyrir morðið, samtals 18 ár. „Engin hefði fyrir því að dæma menn í lengri dóma en 16 ár þó það sé heimilt með lögum. Hann hefur áður fengið dóm fyrir fíkniefnalagabrot í Grænlandi. 18 ára fangelsi er því algjört lágmark í þessu máli,“ sagði Kolbrún.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.