Grímur rak fimm veitingastaði í þrot í Noregi á einu ári

Kennir norsku dagblaði um ófarirnar og hótar lögsókn

Myndin var tekin við opnun veitingastaðar Gríms í Skarsnes og birtist í Glåmdalen AS.
Grímur Vilhelmsson Myndin var tekin við opnun veitingastaðar Gríms í Skarsnes og birtist í Glåmdalen AS.

Íslenskum athafnamanni hefur á rúmu ári tekist að reka fimm veitingastaði í þrot í Noregi. Þetta kemur fram í umfjöllun héraðsblaðsins Glåmdalen AS. Umræddur maður, Grímur Vilhelmsson, flúði frá Íslandi eftir að hafa skilið eftir sig sviðna jörð í tengslum við veitingarekstur á Suðurnesjum. Sagan hefur nú endurtekið sig í Noregi. Grímur kennir norskum fjölmiðli um ófarir sínar.

Sviðin jörð á Reykjanesi

Í byrjun október í fyrra fjallaði DV um opnun Gríms á veitingastað í Skarsnes Noregi. Fékk staðurinn nafnið Tveir vitar sem var sama nafn og veitingastaður sem Grímur rak við Garðskagavita bar. Gríðarleg óregla var á rekstrinum hér á landi og sveik Grímur marga starfsmenn um laun og stóð ekki skil á opinberum gjöldum. Vanefndirnar urðu til þess að verkalýðsfélag í Reykjanesbæ fór fram á persónulegt gjaldþrot Gríms. Það gekk í gegn og í kjölfarið flúði Grímur til Noregs þar sem hann hélt veitingarekstrinum áfram. DV hafði aðeins upplýsingar um þennan eina veitingastað en í umfjöllun norsks héraðsblaðs kemur fram að Grímur hafi verið með puttana í rekstri fjögurra annarra veitingastaða í bænum Halden, skammt frá Fredrikstad. Þeim hefur öllum verið lokað.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.